Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Ekki töff að vera neikvæður og í fýlu

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er afar ánægð með að hafa tekið þátt í Eurovision. Hún hefur nú fengið ótal boð um að syngja lagið Paper víða um Evrópu og segir að niðurrif og fýla borgi sig ekki. Þá þýðir ekkert að vera í fýlu yfir því að hafa ekki komist upp úr undankeppninni.

Tónlist
Fréttamynd

„Smá svona tilfinning í manni að þetta hafi verið ósanngjarnt“

„Þetta er bara leiðinlegt því að þetta er auðvitað allt saman miklu skemmtilegra þegar Ísland kemst áfram og er með í lokakeppninni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson eftir Svala Björgvinsdóttir féll úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld. Gísli lýsti keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn óskar Svölu góðs gengis í Kænugarði

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendir Svölu Björgvinsdóttir og íslenska Eurovision-hópnum góðar kveðjur á Facebook-síðu sinni í dag en Svala keppir í kvöld í svokölluðu dómararennsli þar sem hún flytur lagið sitt Paper fyrir dómnefndir þátttökuþjóðanna í keppninni.

Lífið