Klopp skaut niður sögusagnir: „Hann er ekki heimskur“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool var spurður út í sögusagnir á blaðamannafundi í dag þess efnis að nýr framkvæmdastjóri knattspyrnumála hjá félaginu, Michael Edwards hafi beðið hann um að halda áfram sem knattspyrnustjóri Liverpool að loknu yfirstandandi tímabili. Þjóðverjinn, sem hefur gefið það út að yfirstandandi tímabil sé hans síðasta hjá Liverpool, var fljótur að skjóta þær sögusagnir niður. Enski boltinn 13. mars 2024 15:31
„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Enski boltinn 12. mars 2024 23:31
Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp. Enski boltinn 12. mars 2024 23:31
Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12. mars 2024 18:30
Adam Sandler sá Chelsea vinna Newcastle Chelsea fékk góðan stuðning úr stúkunni þegar liðið vann Newcastle United í gær, meðal annars frá einum þekktasta leikara heims. Enski boltinn 12. mars 2024 11:31
Reiðir Brentford-menn gerðu aðsúg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn. Enski boltinn 12. mars 2024 10:31
Hrósar Oliver fyrir að brotna ekki og dæma ekki víti á City Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, hrósaði Michael Oliver, dómara viðureignarinnar gegn Liverpool, fyrir að dæma ekki vítaspyrnu á Jérémy Doku þegar hann sparkaði í Alexis Mac Allister undir lok leiks. Enski boltinn 12. mars 2024 07:30
Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11. mars 2024 22:00
Birti myndband af markinu sínu í hálfleik Leikmaður Burnley var svo ánægður með mark sem hann skoraði gegn West Ham United að hann deildi myndbandi af því í hálfleik í leiknum í gær. Enski boltinn 11. mars 2024 10:30
Klopp gagnrýndi Southgate fyrir að horfa framhjá sínum manni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nýtti tækifærið eftir leikinn gegn Manchester City í gær og gagnrýndi landsliðsþjálfara Englands. Enski boltinn 11. mars 2024 07:31
Nýhættur að spila og orðinn hluti af þjálfarahringekju Watford Hinn 35 ára gamli Tom Cleverley, sem hóf knattspyrnuferilinn með Manchester United, er orðinn bráðabirgðaþjálfari enska B-deildarliðsins Watford. Hann er 11. þjálfari liðsins á síðustu fjórum árum. Enski boltinn 10. mars 2024 23:01
„Móðir allra úrslita er í frammistöðunni“ Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 10. mars 2024 21:45
Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 19:35
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 18:31
Jafntefli niðurstaðan í stórskemmtilegum leik á Anfield Liverpool og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 10. mars 2024 17:50
Jóhann Berg og félagar misstu niður tveggja marka forystu í London Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley voru í frábærri stöðu í London í ensku úrvalsdeildinni en misstu frá sér sigurinn í seinni hálfleik. Enski boltinn 10. mars 2024 16:02
Tottenham nálgast Aston Villa eftir stórsigur á Villa Park Tottenham er aðeins tveimur stigum á eftir Aston Villa í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar efir 4-0 sigur í innbyrðis leik liðanna á Villa Park í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 14:59
Síðasti dansinn hjá Guardiola og Klopp? Knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast möguleika í síðasta skiptið í dag þegar Liverpool tekur á móti Manchester City í risaleik og toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 14:30
Viðræður í fullum gangi um endurkomu Edwards til Liverpool Liverpool er að missa knattspyrnustjórann Jürgen Klopp en gæti aftur á móti verið að endurheimta Michael Edwards í hlutverk yfirmanns knattspyrnumála. Enski boltinn 10. mars 2024 12:35
Frank: Havertz átti að fá rautt spjald áður en hann skoraði sigurmarkið Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, var mjög ósáttur með það að Kai Havertz hafi verið enn inn á vellinum þegar sá þýski tryggði Arsenal 2-1 sigur á Brentford í gær og þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 10:00
Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 9. mars 2024 19:29
Sheffield kastaði frá sér sigrinum og Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Fulham Enes Unal reyndist hetja Bournemouth er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Wolves 2-0 sigur gegn Fulham og Crystal Palace og Luton gerðu 1-1 jafntefli. Fótbolti 9. mars 2024 17:04
Garnacho: Nítján ára gamall og allur Old Trafford að syngja nafnið mitt Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í sigri á Everton í dag því bæði mörkin komu úr vítaspyrnum sem argentínski táningurinn fiskaði. Enski boltinn 9. mars 2024 15:05
Gabbhreyfingar Garnacho gerðu út af við Everton Manchester United endaði tveggja taphrinu og er nú þremur stigum frá Tottenham eftir 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 9. mars 2024 14:24
Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. Enski boltinn 9. mars 2024 11:21
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. Fótbolti 9. mars 2024 10:38
Man. United mögulega án vinstri bakvarðar út tímabilið Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með eina vandamálastöðu í liðinu og ástæðan er að það er engir heilir leikmenn eftir. Enski boltinn 9. mars 2024 10:00
„Þetta er ekki gullmiðinn frá Willy Wonka“ Margir telja eflaust að Tottenham-menn ættu að fagna því vel ef liðið næði sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eins og útlit er fyrir. Stjórinn Ange Postecoglou vill hins vegar ekki gera of mikið úr því. Enski boltinn 9. mars 2024 09:00
„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Fótbolti 9. mars 2024 08:00
Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Enski boltinn 8. mars 2024 22:44