„Þetta var bara byrjunin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2025 15:45 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna ákvörðunar UEFA um að banna Crystal Palace að taka þátt í Evrópudeildinni. Sebastian Frej/Getty Images Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins. Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins.
Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira