„Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær. Fótbolti 9. ágúst 2021 19:46
Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Enski boltinn 9. ágúst 2021 17:02
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. Enski boltinn 9. ágúst 2021 11:30
Stuðningsfólk Tottenham klappaði Saka lof í lófa Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik. Enski boltinn 9. ágúst 2021 07:31
Klopp útilokar ekki að sækja fleiri leikmenn: „Ánægður með hópinn“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki útilokað að liðið muni versla nýjan leikmann áður en lokað verður fyrir félagaskipti í haust. Enski boltinn 9. ágúst 2021 07:00
Robertson meiddur af velli - Fimm dagar í fyrsta leik Varnarmaðurinn öflugi, Andrew Robertson, fór meiddur af velli í æfingaleik Liverpool og Athletic Bilbao á Anfield í dag, sex dögum fyrir fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 8. ágúst 2021 19:45
Tottenham sagt vera að kaupa Martínez - Inter fær Dzeko Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við Internazionale frá Ítalíu um kaup á argentínska framherjanum Lautaro Martínez. Inter mun fá Edin Dzeko frá Roma til að fylla í skarð hans. Fótbolti 8. ágúst 2021 14:00
Fofana frá út árið Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, mun ekki spila fótbolta meira á þessu ári eftr að hann fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villareal í vikunni. Enski boltinn 8. ágúst 2021 08:01
Romelu Lukaku verður dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða Inter Milan 97,5 milljónir punda fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku. Enski boltinn 7. ágúst 2021 19:01
Iheanacho tryggði Leicester Samfélagsskjöldinn af vítapunktinum Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti bikarmeisturum Leicester City í árlegu uppgjöri meistara síðasta árs i leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það voru refirnir frá Leicester sem tryggðu sér 1-0 sigur með marki undir lok leiks. Enski boltinn 7. ágúst 2021 18:15
Segist vera í sömu stöðu og Agüero: Kom bara vegna Ancelotti Kólumbíumaðurinn James Rodríguez, sóknartengiliður Everton á Englandi, segist óviss um framtíð sína hjá félaginu. Hann segist aðeins hafa komið til liðsins vegna Ítalans Carlo Ancelotti, en sá hvarf á braut í sumar. Fótbolti 7. ágúst 2021 16:32
Jón Daði ekki í hóp í fyrsta leik Millwall Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall sem gerði 1-1 jafntefli við Queens Park Rangers í Lundúnaslag á Loftus Road í fyrstu umferð Championship-deildarinnar á Englandi í dag. Fótbolti 7. ágúst 2021 16:15
Inter búið að samþykkja tæplega 100 milljón punda boð Chelsea í Lukaku Belgíski framherjinn Romelu Lukaku nálgast endurkomu til enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Ítalíumeistarar Internazionale hafa samþykkt risatilboð í kappann. Fótbolti 7. ágúst 2021 15:41
Spilar Grealish sinn fyrsta leik í dag? Breskir fjölmiðlar segja vel mögulegt að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, muni gefa Jack Grealish sitt fyrsta tækifæri með Englandsmeisturunum í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Manchester City mætir Leicester City klukkan 16:15 í dag. Fótbolti 7. ágúst 2021 11:32
Borga tæpar 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn Argentínumaðurinn Cristian Romero skrifaði í dag undir hjá enska knattspyrnuliðinu Tottenham um að leika með félaginu næstu árin, en lengd samnings hans var ekki gefin upp. Romero er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti 6. ágúst 2021 22:31
Fjörugt jafntefli í fyrsta leik tímabilsins Bournemouth og West Bromwich Albion komu tímabilinu af stað í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Liðin skildu jöfn, 2-2, er þau mættust á Vitality-vellinum í Bournemouth á suðurströnd Englands. Fótbolti 6. ágúst 2021 22:00
Kane sárnar umfjöllunin: Hef aldrei neitað að æfa Harry Kane, framherji og fyrirliði Tottenham Hotspur á Englandi, sendi frá sér tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann segist mæta til æfinga hjá félaginu á morgun. Honum sárni spurningar um fagmannleika sinn. Fótbolti 6. ágúst 2021 18:01
Solskjær: Þeim sem tekst að enda fyrir ofan City verða meistarar Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, býst við því að komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni verði spennandi. Hann segir að það lið sem tekst að enda fyrir ofan ríkjandi Englandsmeistara muni vinna deildina. Fótbolti 6. ágúst 2021 07:00
Manchester City staðfestir komu Grealish Manchester City hefur staðfest komu Jack Grealish frá Aston Villa. Þessi 25 ára Englendingur er því orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 5. ágúst 2021 20:30
Jack Grealish búinn í læknisskoðun hjá City Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Jack Grealish lokið við læknisskoðun hjá Manchester City. Það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski boltinn 5. ágúst 2021 17:29
Varnarmaður Leicester fótbrotnaði eftir ljóta tæklingu í æfingaleik Wesley Fofana, varnarmaður Leicester City, fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villarreal í gær og verður líklega lengi frá keppni. Leicester vann leikinn, 3-2. Enski boltinn 5. ágúst 2021 16:41
Sendu formlega kvörtun vegna gyðingahaturs í garð formannsins Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur sent formlega kvörtun útvarpsrásarinnar Talksport vegna ummæla manns sem hringdi inn í þátt á rásinni í gær. Sá sem hringdi inn beindi ummælum sínum að Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham. Fótbolti 4. ágúst 2021 22:30
Aston Villa eyddi 55 milljónum í dag - Grealish í læknisskoðun á morgun Aston Villa hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Danny Ings frá Southampton fyrir 25 milljónir punda. Búist er við að Villa selji fyrirliða sinn Jack Grealish til Manchester City á allra næstu dögum. Fótbolti 4. ágúst 2021 19:31
Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. Enski boltinn 4. ágúst 2021 12:00
Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Fótbolti 4. ágúst 2021 07:15
Leikmenn munu halda áfram að krjúpa á hné Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Fótbolti 3. ágúst 2021 23:30
Skipti Romero til Tottenham sögð gott sem klár Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er við það að ganga frá kaupum á argentínska miðverðinum Cristian Romero frá Atalanta á Ítalíu. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem Lundúnafélagið fær frá ítalska liðinu í sumar. Fótbolti 3. ágúst 2021 19:30
Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fótbolti 3. ágúst 2021 17:45
Inter hafnaði 85 milljóna punda tilboði Chelsea í Lukaku Ítalíumeistarar Inter höfnuðu tilboði Evrópumeistara Chelsea í belgíska framherjann Romelu Lukaku. Fótbolti 3. ágúst 2021 16:30
„Verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna Annan daginn í röð mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham nú þegar ein og hálf vika er í fyrsta leik á keppnistímabilinu. Enski boltinn 3. ágúst 2021 16:07