Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:01 Jürgen Klopp skilur ekki af hverju fólki finnst Trent Alexander-Arnold lélegur varnarmaður. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira