
„Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig“
„Mjög svekkjandi, fannst við eiga gífurlega flottan leik. Fylgdum leikplaninu alveg í gegn. Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig,“ sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason eftir súrt 0-1 tap Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.