Frakkar með fullt hús stiga í B-riðli eftir 1-0 sigur á Grikkjum Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 21:30 Kylian Mbappe skoraði eina mark Frakklands úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og setti franskt met í markaskorun í öllum keppnum með lands- og félagsliði. Vísir/Getty Frakkland er með fullt hús stiga í B-riði í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Grikkland. Frakkar hafa oft leikið betur en í kvöld en það kom ekki í veg fyrir að þeim tækist að landa sigri. Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira