Frakkar með fullt hús stiga í B-riðli eftir 1-0 sigur á Grikkjum Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 21:30 Kylian Mbappe skoraði eina mark Frakklands úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og setti franskt met í markaskorun í öllum keppnum með lands- og félagsliði. Vísir/Getty Frakkland er með fullt hús stiga í B-riði í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Grikkland. Frakkar hafa oft leikið betur en í kvöld en það kom ekki í veg fyrir að þeim tækist að landa sigri. Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira