Löngu er orðið uppselt á leikinn, en eflaust hefði verið hægt að selja inn á æfinguna líka. Áhorfendur röðu sér meðfram girðingunni á vellinum, flestir væntanlega með augastað á Cristiano Ronaldo en það eru svo sem engir aukvisar með honum í liði.

Ronaldo er vinsæll og veit af því, en það var létt yfir honum í dag, bæði á æfingunni og á blaðamannafundinum síðar um daginn.

Lið Portúgal er hokið af reynslu, en Ronaldo mun leika sinn 200. landsleik á morgun. Enginn leikmaður í sögunni hefur áður náð slíkum leikjafjölda. Varafyrirliði liðsins er hinn fertugi Pepe, með 133 landsleiki í sarpnum.

Leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EM hefst kl. 18:45 á morgun, þriðjudag.