Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu

Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin

Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins

Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi

Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust.

Innlent