Finnur ekki eiginkonuna og krefst skilnaðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 18:42 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti. Hjónin kynntust árið 2005 og gengu fljótlega í hjónaband. Eiginkonan er frá Brasilíu og þó hún hafi íslenska kennitölu hefur hún aldrei verið með skráða búsetu hér á landi. Hjónin fluttu saman til Brasilíu skömmu eftir giftinguna þar sem þau hugðust koma sér fyrir. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn hóf fljótlega störf sem sjómaður og var hann á sjó í um tvo mánuði samfleytt skömmu eftir komuna til Brasilíu. Þegar hann loks kom í land var eiginkonan á bak og burt. Maðurinn hefur aldrei séð hana síðan. Hjónin höfðu ekki eignast börn eða komið sér upp heimili og eiginmaðurinn hefur ekki hugmynd um hvar konan gæti verið niðurkomin. Hann hefur meðal annars leitað á náðir brasilíska sendiráðsins í Ósló en sendiráðið hefur engin svör gefið. Í stefnunni segir að nafn eiginkonunnar sé algengt og manninum hafi ekki tekist að fá neinar upplýsingar eða vísbendingar um mögulega búsetu konunnar. Maðurinn er því tilneyddur að birta stefnuna opinberlega í Lögbirtingablaðinu en Héraðsdómur Reykjavíkur tekur málið fyrir á nýju ári. Dómsmál Reykjavík Brasilía Fjölskyldumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hjónin kynntust árið 2005 og gengu fljótlega í hjónaband. Eiginkonan er frá Brasilíu og þó hún hafi íslenska kennitölu hefur hún aldrei verið með skráða búsetu hér á landi. Hjónin fluttu saman til Brasilíu skömmu eftir giftinguna þar sem þau hugðust koma sér fyrir. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn hóf fljótlega störf sem sjómaður og var hann á sjó í um tvo mánuði samfleytt skömmu eftir komuna til Brasilíu. Þegar hann loks kom í land var eiginkonan á bak og burt. Maðurinn hefur aldrei séð hana síðan. Hjónin höfðu ekki eignast börn eða komið sér upp heimili og eiginmaðurinn hefur ekki hugmynd um hvar konan gæti verið niðurkomin. Hann hefur meðal annars leitað á náðir brasilíska sendiráðsins í Ósló en sendiráðið hefur engin svör gefið. Í stefnunni segir að nafn eiginkonunnar sé algengt og manninum hafi ekki tekist að fá neinar upplýsingar eða vísbendingar um mögulega búsetu konunnar. Maðurinn er því tilneyddur að birta stefnuna opinberlega í Lögbirtingablaðinu en Héraðsdómur Reykjavíkur tekur málið fyrir á nýju ári.
Dómsmál Reykjavík Brasilía Fjölskyldumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira