„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 15:00 M/V Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði í september 2014. Mynd/Hjálmar Heimisson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu. Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu.
Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45