„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 15:00 M/V Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði í september 2014. Mynd/Hjálmar Heimisson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu. Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu.
Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu