Brúneggjamálinu vísað frá dómi Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 16:13 Ekki er víst að málinu sé lokið þó héraðsdómur hafi vísað máli eigenda Brúneggja frá en þeir óskuðu eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29