Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það

Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur stað­festir úr­skurð Fé­lags­dóms í máli Ólafar Helgu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Við­snúningur í nauðgunar­máli í Lands­rétti

Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Engin bóta­skylda eftir blóðugt slys í hjól­reiða­keppni

Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í  hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt.

Innlent
Fréttamynd

Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu

Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi

27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt.

Innlent
Fréttamynd

Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé

Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára dómur fyrir tilraun til manndráps

Landsréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar í fyrra. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið

Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum.

Sport
Fréttamynd

Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu

Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps.

Innlent