CrossFit

CrossFit

Fréttir af keppendum og mótum í CrossFit.

Fréttamynd

Sara leyfir sjálfri sér ekki að skoða stigatöfluna á The Open

Sara Sigmundsdóttir endaði í 118. sæti í fyrsta hluta opna hluta heimsleikanna í CrossFit en það eru fréttir fyrir hana sjálfa. Sara ætlar ekki að fylgjast með stöðu mála því það eina skiptir máli er að komast áfram í næsta hluta undankeppni heimsleikanna.

Sport
Fréttamynd

Sara vakti athygli á hugrekki rússneska tenniskappans

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur eins og nær allir í hinum vestræna heimi fylgst með hörmulegum atburðum í Úkraínu síðustu daga. Hún tjáði sig um málið á Instagram síðu sinni sem nær til næstum tveggja milljóna fylgjenda út um allan heim.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar í Þrótti fengu gjöf frá CrossFit-stjörnum

Fyrir tíu dögum varð Þróttur R. Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem vakti kannski mesta athygli við sigurinn var þó að enginn var mættur til að veita stelpunum verðlaun, en CrossFit-stjörnurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir færðu stelpunum gjöf í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslensk CrossFit stjarna á forsíðu Women´s Fitness

CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er glæsileg þar sem hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Women´s Fitness . Blaðið er virt og vinsælt rit sem hefur fjölmarga lesendur um allan heim og fjallar um hreyfingu og heilsu kvenna.

Lífið
Fréttamynd

Sara í fimmta sæti eftir fyrsta daginn á Wodapalooza

Sara Sigmundsdóttir er þrjátíu stigum frá toppsætinu fyrsta keppnisdaginn á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Flórída fylki í Bandaríkjunum. Lið Sólveigar Sigurðardóttur er í toppbaráttunni í liðakeppninni.

Sport