Hjólað og hlaupið á fyrsta degi heimsleikanna í CrossFit: Þetta vitum við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 12:00 CrossFit Reykjavík er með öflugt lið á mótinu en fyrirliði þess er Anníe Mist Þórisdóttir. Instagram/@crossfitgames Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar. Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira