Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir með Unbroken RTR brúsann sinn. Instagram/@thurihelgadottir Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið. 350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk. CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk.
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira