Fólkið hans Snorra Baróns gerði góða hluti fyrir framan þinghúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 16:18 Ricky Garard er að koma til baka eftir tveggja ára bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Instagram/@rickygarard Þriðji keppnisdagur er hafinn á heimsleikunum í CrossFit og fyrsta grein dagsins reyndi vel á keppendur. Björgvin Karl Guðmundsson lagaði aðeins stöðu sína. Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti. CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti.
CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum