Keflavík fær sér stóran kvennakana í fyrsta sinn í mörg ár Kvennalið Keflavíkur hefur ráðið til sína nýjan leikmann en bandaríski framherjinn Viola Beybeyah er að koma til landsins á morgun. Beybeyah er ekki dæmigerður kvennakani í Keflavík enda hafa erlendu leikmenn liðsins alltaf verið leikstjórnendur undanfarin ár. Körfubolti 16. september 2009 14:30
Bandarísk þriggja stiga skytta í kvennalið KR Kvennalið KR hefur styrkt sig með erlendum leikmanni fyrir tímabilið en Jenny Finora, áður Jenny Pfeiffer, er komin til landsins til að spila með liðinu auk þess að þjálfa yngstu kvennaflokka félagsins. Körfubolti 16. september 2009 13:00
Ezell til Hauka: Þarf örugglega ekki að læra 200 kerfi eins og hjá Iowa State Íslandsmeistarar Hauka í Iceland Express deild kvenna eru búnir að ráða til sín erlendan leikmann fyrir komandi tímabil en það er Heather Ezell 22 ára og 175 sm bakvörður úr Iowa State háskólanum. Körfubolti 7. september 2009 15:00
Henning: Töpuðum í fyrri hálfleik Henning Henningsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var vonsvikinn með að landsliðið hafi ekki haft trú á því að geta sigrað Svartfjallaland fyrr en það var orðið of seint. Körfubolti 29. ágúst 2009 16:21
Helena: Vorum að spila við klassa lið Helena Sverrisdóttir var ánægð með leik Íslands gegn Svartfjallalandi í dag þrátt fyrir tap en Helena var stigahæst Íslands í leiknum. Körfubolti 29. ágúst 2009 16:07
Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Körfubolti 29. ágúst 2009 15:57
Ólöf Helga ætlar að hjálpa nýliðunum næsta vetur Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Ólöf Helga hefur spilað allan sinn körfuboltaferil í Grindavík og var meðal annars lykilmaður þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. Körfubolti 17. júlí 2009 03:00
Henning þjálfar Haukana Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, mun stýra Íslandsmeistaraliði Hauka á næstu leiktíð. Körfubolti 13. maí 2009 13:38
Benedikt tekur við kvennaliði KR Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla, skrifar á morgun undir samning um að taka að sér þjálfun kvennaliðs félagsins. Körfubolti 5. maí 2009 15:17
Grindvíkingar treysta á ungan heimamann Grindvíkingar hafa fundið sér þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en á heimasíðu félagsins kemur fram að Jóhann Þór Ólafsson muni þjálfa kvennaliðið næsta vetur. Körfubolti 2. maí 2009 12:00
Pétur þjálfar ekki kvennalið Grindavíkur áfram Pétur Guðmundsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík en þetta staðfesti Óli Björn Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar við Vísi nú áðan. Pétur var búin að vera með liðið í eitt ár. Körfubolti 22. apríl 2009 15:20
Jón Halldór verður áfram með kvennalið Keflavíkur Jón Halldór Eðvaldsson hefur gert nýjan tveggja ára samning um að þjálfa áfram meistaraflokk kvenna hjá Keflavík. Þetta kemur fram á karfan.is. Körfubolti 10. apríl 2009 12:45
Jóhannes hættur með KR Jóhannes Árnason tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa kvennalið KR eftir að lið hans tapaði 69-64 fyrir Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 1. apríl 2009 21:57
Haukastúlkur Íslandsmeistarar Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 1. apríl 2009 18:46
Fleiri spá KR-konum sigri í kvöld Körfuboltavefurinn Karfan.is leitaði til nokkurra spekinga og fékk þá til þess að spá um úrslit í oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum. Körfubolti 1. apríl 2009 17:45
Það var þröngt setið síðast en nú er nóg pláss Haukar og KR leika á eftir til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 1. apríl 2009 17:30
Þjálfari dæmdur í bann fyrir að falsa kennitölur Eva María Grétarsdóttir, þjálfari Fjölnis í minnibolta kvenna 10 ára og yngri, hefur verið dæmd í fjögurra leikja bann af aganefnd KKÍ fyrir að falsa kennitölur þriggja leikmanna á leikskýrslur. Körfubolti 1. apríl 2009 16:51
Hildur setur met með því að spila sinn sjöunda oddaleik Einn leikmaður úrslitaleiks Hauka og KR um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta er langt frá því að vera í þessari stöðu í fyrsta sinn. Þvert á móti mun Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, skrifar sig inn í metabækurnar á Ásvöllum. Körfubolti 1. apríl 2009 16:00
Sigrún búin að spila fjóra oddaleiki á 3 árum og vinna þá alla Sigrún Ámundadóttir, leikmaður KR, ætti að vera farin að þekkja þá stöðu vel að vera að fara spila oddaleik. Sigrún hefur leikið fjóra oddaleiki með Haukum og KR frá árinu 2006 og hefur verið í sigurliði í þeim öllum. Körfubolti 1. apríl 2009 13:15
Mætti ekki spila ef þetta væri á miðju tímabili Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Körfubolti 1. apríl 2009 12:00
KR-konur hafa unnið alla sex „úrslitaleiki" sína eftir áramót KR-konur náðu á sunnudagskvöldið að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni með 9 stiga sigri í fjórða leiknum á móti Haukum í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Körfubolti 31. mars 2009 12:15
Margrét Kara: Vildi helst spila í fyrramálið Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var ánægð með sigur sinna manna á Haukum í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistartitil kvenna í körfubolta. Körfubolti 29. mars 2009 22:53
KR knúði fram oddaleik KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Körfubolti 29. mars 2009 19:00
Verða Haukastúlkur Íslandsmeistarar í kvöld? Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna með sigri á KR í kvöld. Körfubolti 29. mars 2009 16:17
Jóhannes þjálfari KR: Það eru tveir leikir eftir af tímabilinu Jóhannes Árnason, þjálfari KR, er sannfærður um að það séu tveir leikir eftir að lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Haukar eru aðeins einum sigri á Íslandsmeistaratitlinum eftir dramatískan sigur í framlengingu í kvöld. Körfubolti 26. mars 2009 22:27
Gerði nýja hárgreiðslan gæfumuninn fyrir Slavicu? Leikmenn beita oft ýmsum aðferðum til að koma sér í gang þegar illa gengur. Haukakonan Slavica Dimovska, besti leikmaður seinni hluta deildarkeppninnar, var búin að hitta illa í úrslitakeppninni en það breyttist í öðrum leik lokaúrslitanna. Körfubolti 26. mars 2009 18:15
Haukakonur unnu KR eftir dramatík og framlengingu Haukakonur eru komnar í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu á móti KR í Iceland Express deild kvenna eftir 74-65 sigur í framlengdum leik á Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 26. mars 2009 17:35
Þurftum kannski á tapinu að halda „Við þurftum kannski á þessu tapi að halda til að berja okkur saman og ég er alveg rosalega stoltur af öllum stelpunum," sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka eftir 68-64 sigur á KR í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 23. mars 2009 22:00
Haukakonur jöfnuðu metin eftir spennuleik í DHL-Höllinni Haukakonur unnu fjögurra stiga sigur á KR, 68-64, í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í DHL-Höllinni í kvöld. Staðan er því jöfn í einvíginu en það lið sem verður á undan að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Körfubolti 23. mars 2009 20:04
Guðrún Gróa byrjaði lokaúrslitin á persónulegu stigameti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir átti mjög góðan leik með KR í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum. Gróa var stigahæst í KR-liðinu með 19 stig í 61-52 sigri á Haukum. Annar leikur einvígsins milli Hauka og KR er í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 23. mars 2009 18:00