Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Flake til Breiðabliks

    Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake mun leika með nýliðum Breiðabliks í Iceland Expressdeildinni næsta vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu Kópavogsliðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Walker: Spilum með hjartanu

    BA Walker sagði eftir sigur sinna manna í Keflavík á Snæfelli í dag að þeir þyrftu að spila með hjartanu til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Við erum grautfúlir

    Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR var að vonum svekktur eftir að hans menn féllu úr keppni í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar skaut Keflavík í úrslitin

    Það verða Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að Keflavík burstaði ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í kvöld 93-73.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík yfir fyrir lokaleikhlutann

    Keflvíkingar eru í góðri stöðu fyrir lokaleikhlutann gegn ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Liðið hefur forystu 69-61 á heimavelli sínum þegar 10 mínútur eru eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík yfir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í oddaviðureign Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar hafa verið með forystu allan leikinn og leiða með 14 stigum í hálfleik 52-38.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

    Keflvíkingar hafa yfir 29-25 þegar fyrsta leikhluta er lokið í oddaleik liðsins gegn ÍR sem fram fer í Keflavík. Sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Snæfelli. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi eins og sjá má á tölfræðinni og ekki hægt að sjá að menn séu spenntir þrátt fyrir mikilvægi leiksins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús: Get varla beðið

    Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vildum ekki aftur til Grindavíkur

    „Við vildum ekki fara aftur til Grindavíkur og þrátt fyrir að staðan væri orðin erfið þá gáfumst við ekki upp," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir hreint magnaðan sigur Snæfells í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik: Eigum nóg inni

    Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kotila: Verður vonandi lítið skorað

    Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar endurskrifuðu söguna í Seljaskóla

    Keflavík varð fyrsta karlaliðið til þess að komast í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi þegar þeir unnu 97-79 sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í Seljaskóla í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla á sunnudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður: Varnarleikurinn er lykillinn

    Sigurður Ingimundarson þakkar fyrst og fremst bættum varnarleik þá staðreynd að hans menn í Keflavík eru búnir að jafna metin gegn ÍR í 2-2 í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verðum klárir í oddaleikinn

    "Já, auðvitað eru þetta eru vonbrigði. Við vorum bara ekki nógu harðir í dag og spiluðum illa, þetta var lélegt hjá okkur," sagði Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR í samtali við Stöð 2 Sport eftir tap ÍR gegn Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík burstaði ÍR í Seljaskóla

    Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og rassskelltu ÍR-inga 97-79 í Seljaskóla í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld og því er staðan orðin jöfn 2-2 í einvíginu. Framundan er oddaleikur í Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík leiðir í hálfleik

    Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pétur tekur við þjálfun Hauka

    Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík burstaði Snæfell

    Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík.

    Körfubolti