KR-ingar ættu að geta mætt í Fjárhúsið í Stykkishólmi í kvöld fullir sjálfstraust en ekkert nema sigur kemur í veg fyrir að Íslandsmeistararnir séu komnir í sumarfrí. KR-ingar hafa unnið sex síðustu leiki sína í Stykkishólmi eða alla leik síðan 27. mars 2007.
Fyrsti sigurinn í sigurgöngunni í Fjárhúsinu kom einmitt við svipaðar aðstæður í undanúrslitunum fyrir þremur árum síðan. KR var þá 1-2 undir en fór í Hólminn og vann með 24 stiga mun, KR tryggði sér síðan sæti í lokaúrslitunum með 76-74 í framlengdum oddaleik.
Það er aðeins einn leikmaður KR búinn að taka þátt í öllum þessum sex sigrinum en það er Darri Hilmarsson. Fannar Ólafsson og Skarphéðinn Freyr Ingason hafa báðir spilað fimm af þessum sex leikjum.
Hér fyrir neðan má sjá undanfarna sjö leiki Snæfells og KR í Stykkishólmi, úrslit þeirra og stigahæstu menn í báðum liðum.
Síðustu sjö leikir Snæfells og KR í Stykkishólmi:
2009-2010
Úrslitakeppni, 2. leikur í undanúrslitum, 7.apríl 2010
Snæfell-KR 88-107 (KR +19)
[Hlynur Bæringsson 22 - Morgan Lewis 24, Pavel Ermolinskij 18, Tommy Johnson 18]
Deildarkeppni, 18. mars 2010
Snæfell-KR 86-90 (KR +4)
[Sean Burton 21 - Pavel Ermolinskij 23, Brynjar Þór Björnsson 19]
2008-2009
Deildarkeppni, 30. janúar 2009
Snæfell-KR 75-80 (KR +5)
[Lucious Wagner 21 - Jakob Örn Sigurðarson 27, Jón Arnór Stefánsson 17]
Bikarkeppni, 32 liða úrslit, 20.nóvember 2008
Snæfell-KR 73-79 (KR +6)
[Sigurður Þorvaldsson 26 - Jakob Örn Sigurðarson 29, Jón Arnór Stefánsson 22]
2007-2008
Deildarkeppni, 24. janúar 2008
Snæfell-KR 83-92 (KR +9)
[Sigurður Þorvaldsson 21, Hlynur Bæringsson 20 - Joshua Helm 24, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 21]
2006-2007
Úrslitakeppni, 4. leikur í undanúrslitum, 2. apríl 2007
Snæfell-KR 80-104 (KR +24)
[Hlynur Bæringsson 22 - Jeremiah Sola 25, Darri Hilmarsson 23]
Úrslitakeppni, 2. leikur í undanúrslitum, 27. mars 2007
Snæfell-KR 85-83 (Snæfell +2)
[Justin Shouse 21, Hlynur Bæringsson 16, Sigurður Þorvaldsson 16 - Jeremiah Sola 15]
Körfubolti