„Þetta var erfitt og við byrjuðum ílla bæði í fyrri og seinni hálfleik. Við vorum alltof rólegir á því og höfum spilað miklu betur en þetta og eigum að spila miklu betur en þetta," Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap gegn Njarðvík í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland-Express deild karla í körfubolta.
Leikurinn var hin mesta skemmtun en eftir leik kvöldsins er staðan 2-1 Keflvíkingum í vil. Sigurður segir að þeir verði að fara í Njarðvík og klára dæmið í næsta leik.
„Nú verðum við að skella okkur í Njarðvík og klára dæmið. Það er það sem við ætlum okkur, ekkert annað í boði," sagði Sigurður í leikslok.