
Dacia Duster mest nýskráða bifreiðin í júní
Toyota var mest nýskráða vörumerkið í nýliðnum júní mánuði með 596 nýskráningar, Kia var í öðru sæti með 256 og Hyundai í þriðja með 223. Mest selda undirtegundin var Dacia Duster með 202 bíla nýskráða í júní, samkvæmt upplýsingum á vef Samgöngustofu.