Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð

Ég hallaði sætinu aftur, setti mjóbaksnuddið í gang og lokaði augunum. Þrjátíu mínútna hleðslustopp þarf ekki að vera svo slæmt. Ég sat í Ford Capri, fornfrægum sportbíl sem geystist á ný inn á markaðinn síðasta sumar, endurfæddur sem rafbíll.

Samstarf
Fréttamynd

Freista þessa að selja Frum­herja og um fimm milljarða fast­eigna­safn

Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Innherji
Fréttamynd

Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda

Þjóðskrá hefur tekið við framleiðslu á ökuskírteinum úr plasti. Gert er ráð fyrir að flestir sem beðið hafa eftir nýjum ökuskírteinum fái skírteinin um næstu mánaðarmót.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Lada Sport okkar tíma

Splunkuný þáttaröð af Tork gaur hófst í janúar hér á Vísi. Í þriðja þætti skoðar James Einar Becker Dacia Duster Extreme III, sem er hagkvæmasti jepplingurinn til sölu í dag. Hann hefur þetta að segja um bílinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vetrar­ferð á verðlaunuðum rafbíl

Ferðinni var heitið austur fyrir fjall og allt á kafi í snjó. Spáin lofaði þó hæglætis vetrarveðri og það var spenningur í mér. Ég var á Peugeot E-3008 GT, 100% rafbíl, framdrifnum og flottum með uppgefna allt að 525 km drægni (WLTP)

Samstarf
Fréttamynd

Færri en mark­vissari að­gerðir svo Ís­land nái lofts­lags­skuld­bindingum

Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Rafbílar eru ó­dýrari

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni.

Skoðun