Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 22:00
Umfjöllun, viðtöl, myndir og myndbönd: Valur - Fylkir 2-1 | Valsmenn með nauman sigur á Hlíðarenda Valur hreppti naumlega sigur gegn Fylki í 14. umferð Bestu deildarinnar. Eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir tókst Fylki að minnka muninn á lokamínútunum og gera úr þessu ansi spennandi leik, lokatölur 2-1 á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 21:10
Hafa skorað sex sinnum hjá Fylki í tveimur leikjum í röð Það eru meira en þrjú þúsund dagar síðan Fylkismenn unnu síðast Valsmenn í deild þeirra bestu en liðin mætast á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 16:00
„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 11:00
„Auðvitað er áhugi á mér“ „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2023 07:00
Saga reyndi að taka Audda á taugum í Besta þættinum: „Þessi hæna getur ekki rassgat“ Saga Garðarsdóttir og Auðunn Blöndal mættust í Besta þættinum þar sem lið KR og Tindastóls áttust við. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Íslenski boltinn 11. júlí 2023 13:31
Markasúpa og dramatík í Keflavík, Alex Freyr hetja ÍBV og öruggt hjá Blikum Topplið Víkings gerði 3-3 jafntefli við Keflavík á laugardag á meðan Alex Freyr Hilmarsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru svo illa með nýliða Fylkis. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 9. júlí 2023 19:01
„Hann leikur þetta bara og fær vítið“ Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. Fótbolti 9. júlí 2023 14:01
Alex Freyr ósáttur hjá Blikum og vill burt Vefmiðillinn 433.is greindi frá því í gær að Alex Freyr Elísson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deildinni, væri ósáttur með spiltíma sinn í Kópavoginum og vildi komast á lán frá félaginu sem fyrst. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 21:00
„Ef góður leikmaður vill koma og reyna sig með Keflavík er bara að hafa samband“ „Bara svekkelsi, áttum að vinna þennan leik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn toppliði Víkings. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 20:06
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 3-3 | Hansen bjargaði stigi fyrir toppliðið Botnlið Keflavíkur tók á móti toppliði Víkings í 14. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Það var ekki að sjá að þessi lið væru á sitthvorum enda töflunnar í dag og eftir afar dramatískar lokamínútur varð niðurstaðan 3-3 jafntefli. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 19:00
„Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál“ „Vorum frábærir í dag. Töluðum um það í vikunni að við vildum gefa Eyjunni og fólkinu á Eyjunni sem er búið að berjast fyrir tilveru þessa fallegu Eyju, sigur. Endurspegluðum vonandi þennan tíðaranda,“ sagði sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 1-0 sigur ÍBV á Fram í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 18:00
James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. Íslenski boltinn 8. júlí 2023 13:09
„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 22:31
Fylkismenn geti ekki hætt sér hátt og pressað: „Við skíttöpuðum þessu“ „Mér líður ekkert vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 5-1 tap liðs hans fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 5-1 | Blikar blésu til veislu Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 5-1 sigur á nýliðum Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 21:05
Blikar hafa ekki unnið íslenskt lið í meira en mánuð Breiðablik tekur á móti Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og Blikunum eru örugglega farið að þyrsta í deildarsigur. Íslenski boltinn 7. júlí 2023 13:01
Sjáðu Aron Elís á fyrstu æfingunni með Víkingi: Vonandi getum við unnið titlana Aron Elís Þrándarson er byrjaður að æfa með Víkingum en hann er að snúa aftur til uppeldisfélagsins eftir átta ár í atvinnumennsku. Íslenski boltinn 4. júlí 2023 14:45
Patro Eisden staðfestir komu Stefáns Inga Stefán Ingi Sigurðarson, markahæsti leikmaður Bestu-deildar karla, er genginn til liðs við belgíska félagið Patro Eisden frá Breiðablik. Fótbolti 3. júlí 2023 19:55
Ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa í Val: „Lítur mjög vel út“ Það ráku margir upp stór augu þegar fréttist af því að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur á æfingu með Bestu deildar liði Vals. Þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segist ekki vera farinn að láta sig dreyma um að sjá Gylfa í treyju Vals í sumar, hann hafi þó engu gleymt inn á knattspyrnuvellinum. Fótbolti 3. júlí 2023 18:46
Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. Íslenski boltinn 3. júlí 2023 13:34
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. Fótbolti 3. júlí 2023 10:43
Búið að útiloka um að brot sé að ræða Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka. Íslenski boltinn 30. júní 2023 19:01
Stærsti skellurinn á þjálfaraferli Heimis Guðjóns FH-ingar steinlágu 5-0 á móti Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í gærkvöldi og þetta var sögulegt tap. Íslenski boltinn 30. júní 2023 14:01
Kjóstu besta leikmanninn í júní Lesendur Vísis geta núna valið þann leikmann sem þeir telja að hafi verið bestur í Bestu deild karla í fótbolta í júní. Átta leikmenn eru tilnefndir. Íslenski boltinn 30. júní 2023 13:01
Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. Íslenski boltinn 30. júní 2023 10:52
Rifust um mann leiksins en Gummi Ben kom Alberti skemmtilega á óvart Stúkan fór yfir þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason voru einu sinni sem oftar ekki sammála í þættinum. Íslenski boltinn 30. júní 2023 09:31
Sjáðu Ísak fara illa með FH-inga og öll hin mörkin frá því í gærkvöldi Stjarnan og Víkingur fögnuðu bæði sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og skoruðu samtals átta mörk í leikjum sínum. Íslenski boltinn 30. júní 2023 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 1-3 | Þriðji sigur Víkings í röð Topplið Víkings vann 1-3 útisigur á Fylki. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum en það tók Fylki aðeins tvær mínútur að jafna. Víkingur komst síðan aftur yfir snemma í síðari hálfleik. Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkings þegar heimamenn köstuðu öllu liðinu fram til að freista þess að jafna metin á 95. mínútu. Íslenski boltinn 29. júní 2023 22:40