Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 17:16 Jason Daði í leik gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira