Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 17:16 Jason Daði í leik gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira