Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:06 Viktor Jónsson hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar. vísir/Anton „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira