Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 16:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, skilur ekkert í því af hverju aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar. Samsett Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira