Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 16:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, skilur ekkert í því af hverju aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar. Samsett Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira