Ungbarnadauði í Mangochi snarminnkað með nýrri fæðingardeild
Ungbarnadauði hefur dregist saman um tæp fimmtíu prósent á fimm árum í Mangochi-héraði í Malaví þar sem fæðingardeildir hafa verið byggðar í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Yfirlæknir segir aðstoðina skipta sköpum.