Flugleiðir létu frá sér þriðjungshlut í Cargolux
Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux og því hafi Flugleiðir látið frá sér þriðjungshlut sinn í félaginu. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rekur Einar jafnframt ástæður þess að hann hætti sem forstjóri Cargolux.