Reyna að bregðast rétt við bjarnarárásum
Í kjölfar tíðari bjarndýraárása í Japan hefur skotveiðifélag eitt í Tochigi-héraði tekið málin í sínar hendur, og blásið til æfinga þar sem mönnum er kennt að bregðast við, sjái þeir bjarndýr úti í náttúrunni.