Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar 31. janúar 2026 09:30 Ég hef starfað sem leikskólastjóri á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni, erlendis, bæði á Bretlandi og Bandaríkjunum, í opinberum og sjálfstætt reknum leikskólum. Sú víðtæka reynsla hefur kennt mér að gæði leikskólastarfs verða til þar sem fagmennska, stöðug mönnun og skýr fagleg forysta haldast í hendur. Hér heima hef ég unnið að þróunarverkefnum, starfað náið með stjórnmálum og fagráðum um gæðabætur og býð mig nú fram til stjórnar Félags stjórnenda leikskóla (FSL), því tímarnir fram undan krefjast víðrar þekkingar og eldmóðs fyrir fagstétt leikskólakennara og sérstaklega stjórnenda. Hávær umræða er um að lækka menntunarkröfur til að laga „mönnunarvandann“ sem standa yfir, niður í B.Ed. Ég er mótfallin því. Eurydice 2025 sýnir að vel menntað starfsfólk er ein af fimm kjarnavíddum gæðakerfa í ECEC; Ísland og Portúgal eru einu ríkin sem krefjast meistarastigs (ISCED 7) fyrir alla leikskólakennara – skýr vísbending um metnað og gæðasýn. Að hafa fagfólk með háskólagráðu af meistarastigi styrkir faglega dómgreind og sjálfstæði – sérstaklega þegar vinna skal með yngstu börnin. OECD undirstrikar að starfsfólkið er stærsti gæðadrifkrafturinn; hærra menntunarstig styður betur við kennsluaðferðir fyrir ungbörn, stöðugleika teymis, samstarf við foreldra og faglega ákvarðanatöku. UNESCO/UNICEF Global Report 2024 og stefnumið UNESCO minna á að fjárfesting í vel menntuðu ECEC-fólki er ein hagkvæmasta leiðin til að tryggja velferð, jafnrétti og langtímagæði innan menntakerfisins. Raunin á Íslandi kallar á uppbyggingu – ekki niðurskurð í menntun. Árið 2023 voru aðeins 26,4% starfsmanna með leikskólakennaramenntun, þrátt fyrir lögbundið markmið um ≥ 2/3 kennarastöðugilda; áætlað vantar 2.607 kennaramenntaða til að ná markinu og þar að ofan voru 37% leikskóla ófullmannaðir 1. september 2025. Þessi staða sýnir ekki að við eigum að lækka kröfurnar – hún kallar á markvissa uppbyggingu leiða inn í fagið og mun meiri stuðning við stjórnendur. Fram undan er jafnframt lögfesting réttar barna til leikskólapláss í áföngum (frá 18 mánaða 2027 og öllum eins árs börnum eigi síðar en 2030). Þjóðhagslegt mat bendir til jákvæðs samfélagslegs ábata ef börn fá pláss við 12 mánaða aldur – en aðeins ef innleiðingin er fjármögnuð og mönnun tryggð. Hér reynir á faglega forystu stjórnenda – og á FSL. Níu atriði sem FSL getur hrint í framkvæmd til að styðja/styrkja stöðu stjórnenda Formleg rödd stjórnenda við borðið: krefjast þess að starfandi stjórnendur eigi lögbundna aðkomu að vinnuhópum um mönnun, fjármögnun, húsnæði og reglugerðir – sér í lagi við innleiðingu tillagna starfshóps 2027–2030. Betri skilgreining á stjórnendahlutverki: skýra hvað telst fagleg forysta vs. „rekstrarslökkvistarf“; fjármagna aðkeyptan mannauðsstuðning og ráðgjöf þar sem verkefni hafa vaxið og er flóknara. Fagþróun og meistaranám: fjármagna símenntun, leiðtoganámskeið og viðbótarmenntun (M.Ed./MPA) fyrir stjórnendur; verja meistarakröfuna sem gæðastoð. Fjármagn felst í að tryggja svigrúm til að stunda slíkt nám! Kjarabætur og starfskjör: endurskoða laun og raun álagsþætti í takt við ábyrgð, vernda stjórnunartíma og draga úr því að stjórnendur fylli í mönnunargöt. Mannauðsáætlanir með markmiðum: krefjast markvisst og tímasettra áætlana sveitarfélaga um nýliðun, raunfærnimat og brúarleiðir; styðja erlenda starfsmenn með íslensku og fagnámi. Efla til muna ráðgjafa og samstarfsteymi innan FSL: bjóða lögfræði-, mannauðs- og gæðaráðgjöf, mentorskipan og stjórnendanet fyrir erfið mál (t.d. rekstur, erfið starfsmannamál, húsnæði og stuðning við fagstarfið). Almenningsumræða um leiðtogahlutverkið: leiða fræðsluátak um að gæði standa og falla með stjórnendaforystu – ekki aðeins fjölda stöðugilda. Endurskoða og uppfæra starfsáætlun félagsins: gildandi starfsáætlun birt á heimasíðu FSL er frá 2018–2022. Á kjörtímabilinui verður unnið að nýrri starfsáætlun sem endurspeglar þarfir stjórnenda og breytingar innan stéttarinnar til að fanga tækifæri og mæta áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna lögfestingar leikskólastigs. Vera leiðandi afl og veita aðhald um lögfestingu á leikskólastigi og rétti barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi: tryggja að sérfræðiþjónusta, rými og réttmæt fjármögnun vaxi í takt við lagakröfur; vernda gæðaviðmið (fagmennska, barn/starfsmaður, aðlögun ungbarna, teymissamsetning). Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi í gæðum leikskóla – ekki með því að lækka kröfur um menntun til að tryggja leikskólapláss, heldur með því að styðja faglega forystu stjórnenda og efla leiðir fólks inn í fagið. Ég býð mig fram til stjórnar FSL (rafrænar kosningar fara fram dagana 9. til 11. feb.) til að hrinda framangreindu í framkvæmd, því börnin okkar, fjölskyldurnar og fagið eiga skilið engar minni metnaðarkröfur. Höfundur er leikskólastjóri, doktorsnemi og frambjóðandi til stjórnar FSL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef starfað sem leikskólastjóri á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni, erlendis, bæði á Bretlandi og Bandaríkjunum, í opinberum og sjálfstætt reknum leikskólum. Sú víðtæka reynsla hefur kennt mér að gæði leikskólastarfs verða til þar sem fagmennska, stöðug mönnun og skýr fagleg forysta haldast í hendur. Hér heima hef ég unnið að þróunarverkefnum, starfað náið með stjórnmálum og fagráðum um gæðabætur og býð mig nú fram til stjórnar Félags stjórnenda leikskóla (FSL), því tímarnir fram undan krefjast víðrar þekkingar og eldmóðs fyrir fagstétt leikskólakennara og sérstaklega stjórnenda. Hávær umræða er um að lækka menntunarkröfur til að laga „mönnunarvandann“ sem standa yfir, niður í B.Ed. Ég er mótfallin því. Eurydice 2025 sýnir að vel menntað starfsfólk er ein af fimm kjarnavíddum gæðakerfa í ECEC; Ísland og Portúgal eru einu ríkin sem krefjast meistarastigs (ISCED 7) fyrir alla leikskólakennara – skýr vísbending um metnað og gæðasýn. Að hafa fagfólk með háskólagráðu af meistarastigi styrkir faglega dómgreind og sjálfstæði – sérstaklega þegar vinna skal með yngstu börnin. OECD undirstrikar að starfsfólkið er stærsti gæðadrifkrafturinn; hærra menntunarstig styður betur við kennsluaðferðir fyrir ungbörn, stöðugleika teymis, samstarf við foreldra og faglega ákvarðanatöku. UNESCO/UNICEF Global Report 2024 og stefnumið UNESCO minna á að fjárfesting í vel menntuðu ECEC-fólki er ein hagkvæmasta leiðin til að tryggja velferð, jafnrétti og langtímagæði innan menntakerfisins. Raunin á Íslandi kallar á uppbyggingu – ekki niðurskurð í menntun. Árið 2023 voru aðeins 26,4% starfsmanna með leikskólakennaramenntun, þrátt fyrir lögbundið markmið um ≥ 2/3 kennarastöðugilda; áætlað vantar 2.607 kennaramenntaða til að ná markinu og þar að ofan voru 37% leikskóla ófullmannaðir 1. september 2025. Þessi staða sýnir ekki að við eigum að lækka kröfurnar – hún kallar á markvissa uppbyggingu leiða inn í fagið og mun meiri stuðning við stjórnendur. Fram undan er jafnframt lögfesting réttar barna til leikskólapláss í áföngum (frá 18 mánaða 2027 og öllum eins árs börnum eigi síðar en 2030). Þjóðhagslegt mat bendir til jákvæðs samfélagslegs ábata ef börn fá pláss við 12 mánaða aldur – en aðeins ef innleiðingin er fjármögnuð og mönnun tryggð. Hér reynir á faglega forystu stjórnenda – og á FSL. Níu atriði sem FSL getur hrint í framkvæmd til að styðja/styrkja stöðu stjórnenda Formleg rödd stjórnenda við borðið: krefjast þess að starfandi stjórnendur eigi lögbundna aðkomu að vinnuhópum um mönnun, fjármögnun, húsnæði og reglugerðir – sér í lagi við innleiðingu tillagna starfshóps 2027–2030. Betri skilgreining á stjórnendahlutverki: skýra hvað telst fagleg forysta vs. „rekstrarslökkvistarf“; fjármagna aðkeyptan mannauðsstuðning og ráðgjöf þar sem verkefni hafa vaxið og er flóknara. Fagþróun og meistaranám: fjármagna símenntun, leiðtoganámskeið og viðbótarmenntun (M.Ed./MPA) fyrir stjórnendur; verja meistarakröfuna sem gæðastoð. Fjármagn felst í að tryggja svigrúm til að stunda slíkt nám! Kjarabætur og starfskjör: endurskoða laun og raun álagsþætti í takt við ábyrgð, vernda stjórnunartíma og draga úr því að stjórnendur fylli í mönnunargöt. Mannauðsáætlanir með markmiðum: krefjast markvisst og tímasettra áætlana sveitarfélaga um nýliðun, raunfærnimat og brúarleiðir; styðja erlenda starfsmenn með íslensku og fagnámi. Efla til muna ráðgjafa og samstarfsteymi innan FSL: bjóða lögfræði-, mannauðs- og gæðaráðgjöf, mentorskipan og stjórnendanet fyrir erfið mál (t.d. rekstur, erfið starfsmannamál, húsnæði og stuðning við fagstarfið). Almenningsumræða um leiðtogahlutverkið: leiða fræðsluátak um að gæði standa og falla með stjórnendaforystu – ekki aðeins fjölda stöðugilda. Endurskoða og uppfæra starfsáætlun félagsins: gildandi starfsáætlun birt á heimasíðu FSL er frá 2018–2022. Á kjörtímabilinui verður unnið að nýrri starfsáætlun sem endurspeglar þarfir stjórnenda og breytingar innan stéttarinnar til að fanga tækifæri og mæta áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna lögfestingar leikskólastigs. Vera leiðandi afl og veita aðhald um lögfestingu á leikskólastigi og rétti barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi: tryggja að sérfræðiþjónusta, rými og réttmæt fjármögnun vaxi í takt við lagakröfur; vernda gæðaviðmið (fagmennska, barn/starfsmaður, aðlögun ungbarna, teymissamsetning). Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi í gæðum leikskóla – ekki með því að lækka kröfur um menntun til að tryggja leikskólapláss, heldur með því að styðja faglega forystu stjórnenda og efla leiðir fólks inn í fagið. Ég býð mig fram til stjórnar FSL (rafrænar kosningar fara fram dagana 9. til 11. feb.) til að hrinda framangreindu í framkvæmd, því börnin okkar, fjölskyldurnar og fagið eiga skilið engar minni metnaðarkröfur. Höfundur er leikskólastjóri, doktorsnemi og frambjóðandi til stjórnar FSL.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun