Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2026 07:30 Aurore Fleury græddi meira en sjö hundruð þúsund krónur á veðmáli sínu en var seinna dæmd í bann og til þess að greiða stóra sekt. @aurfleury Eftirlitsstofnun alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (AIU) hefur refsað þremur evrópskum frjálsíþróttamönnum fyrir að veðja á eigin íþrótt. Þetta eru þýsku kringlukastararnir Henrik Janssen (27 ára) og Steven Richter (22 ára) og franski millivegalengdahlauparinn Aurore Fleury (32 ára). Með því að veðja á frjálsar íþróttir brutu þau siðareglur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.AIU sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem lögð var áhersla á algjört umburðarleysi gagnvart hvers kyns veðmálum sem tengjast íþróttinni. Sögðust ekki vita af banninu Enginn íþróttamannanna veðjaði á greinar sem þeir kepptu í sjálfir né hagræddu úrslitum. Þau halda öll þrjú því fram að þau hafi ekki vitað af banninu við að veðja á eigin íþrótt. Samkvæmt siðareglum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins brjóta veðmál af hvaða tagi sem er á mótum sambandsins í bága við reglu 10.6 og grafa undan heilindum íþróttarinnar. Þetta eru fyrstu opinberu refsiaðgerðir AIU fyrir veðmálabrot í frjálsum íþróttum. Þjóðverjinn Henrik Janssen beðjaði á greinar á heimsmeistaramótinu í Tókýó 2025, þar á meðal á liðsfélaga sinn. Hann viðurkenndi að hafa lagt undir þrisvar sinnum, samtals 100 evrur. Janssen kvaðst ekki hafa vitað af reglunni fyrr en liðsfélagi sagði honum frá henni. Reyndi hann þá að afturkalla veðmálin og veðjaði ekki frekar eftir að hafa komist að því að það væri bannað. Hann samþykkti 3 mánaða bann, afturvirkt til september 2025, sem þýðir að það er nú útrunnið. Þjóðverjinn Steven Richter lagði undir í gegnum eigin aðgang í farsímaforriti í æfingabúðum fyrir meistaramótið. Hann veðjaði fjörutíu evrum en ekkert benti til innherjaupplýsinga eða tilrauna til að hagræða úrslitum. Hann reyndi að afturkalla veðmálið eftir að hafa komist að því að það væri bannað og tilkynnti brotið til fulltrúa AIU í Tókýó. Richter samþykkti 3 mánaða bann, afturvirkt til september 2025, sem þýðir að það er nú útrunnið. Græddi 727 þúsund krónur Hin franska Aurore Fleury veðjaði á Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum 2024 í Róm. Hún lagði undir tvö þúsund evrur og vann fimm þúsund evrur eða yfir 727 þúsund íslenskar krónur. Fleury samþykkti sex mánaða bann, afturvirkt til 1. september 2025, en hún var einnig sektuð um þrjú þúsund evrur sem hún á að gefa til góðgerðamála. Öllum þremur íþróttamönnunum var einnig gert að ljúka netnámskeiði Alþjóðaólympíunefndarinnar um varnir gegn hagræðingu úrslita. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag) Frjálsar íþróttir Fjárhættuspil Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR Sjá meira
Þetta eru þýsku kringlukastararnir Henrik Janssen (27 ára) og Steven Richter (22 ára) og franski millivegalengdahlauparinn Aurore Fleury (32 ára). Með því að veðja á frjálsar íþróttir brutu þau siðareglur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.AIU sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem lögð var áhersla á algjört umburðarleysi gagnvart hvers kyns veðmálum sem tengjast íþróttinni. Sögðust ekki vita af banninu Enginn íþróttamannanna veðjaði á greinar sem þeir kepptu í sjálfir né hagræddu úrslitum. Þau halda öll þrjú því fram að þau hafi ekki vitað af banninu við að veðja á eigin íþrótt. Samkvæmt siðareglum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins brjóta veðmál af hvaða tagi sem er á mótum sambandsins í bága við reglu 10.6 og grafa undan heilindum íþróttarinnar. Þetta eru fyrstu opinberu refsiaðgerðir AIU fyrir veðmálabrot í frjálsum íþróttum. Þjóðverjinn Henrik Janssen beðjaði á greinar á heimsmeistaramótinu í Tókýó 2025, þar á meðal á liðsfélaga sinn. Hann viðurkenndi að hafa lagt undir þrisvar sinnum, samtals 100 evrur. Janssen kvaðst ekki hafa vitað af reglunni fyrr en liðsfélagi sagði honum frá henni. Reyndi hann þá að afturkalla veðmálin og veðjaði ekki frekar eftir að hafa komist að því að það væri bannað. Hann samþykkti 3 mánaða bann, afturvirkt til september 2025, sem þýðir að það er nú útrunnið. Þjóðverjinn Steven Richter lagði undir í gegnum eigin aðgang í farsímaforriti í æfingabúðum fyrir meistaramótið. Hann veðjaði fjörutíu evrum en ekkert benti til innherjaupplýsinga eða tilrauna til að hagræða úrslitum. Hann reyndi að afturkalla veðmálið eftir að hafa komist að því að það væri bannað og tilkynnti brotið til fulltrúa AIU í Tókýó. Richter samþykkti 3 mánaða bann, afturvirkt til september 2025, sem þýðir að það er nú útrunnið. Græddi 727 þúsund krónur Hin franska Aurore Fleury veðjaði á Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum 2024 í Róm. Hún lagði undir tvö þúsund evrur og vann fimm þúsund evrur eða yfir 727 þúsund íslenskar krónur. Fleury samþykkti sex mánaða bann, afturvirkt til 1. september 2025, en hún var einnig sektuð um þrjú þúsund evrur sem hún á að gefa til góðgerðamála. Öllum þremur íþróttamönnunum var einnig gert að ljúka netnámskeiði Alþjóðaólympíunefndarinnar um varnir gegn hagræðingu úrslita. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag)
Frjálsar íþróttir Fjárhættuspil Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti