Karlarnir leiða að ósk kvennanna Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2026 10:35 Baldur Borgþórsson, til vinstri, og Sigfús Aðalsteinsson, til hægri. Bylgjan Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir segja konur á neðri sætum listans en „að þeim ólöstuðum“ hafi þeir ákveðið að skipa karla í þrjú efstu sætin. Það hafi verið að ósk kvennanna að þeir skipi efstu sætin. „Því að við teljum okkur vita talsvert mikið um þessi mál. Konur og menn, það skiptir ekki máli hvað kynið er, ef menn eru til þess búnir að gera hlutina. Mig langar að taka það mjög hratt fram. Við Baldur, við þurfum ekki vinnu. Við höfum vinnu en við gerum þetta virkilega af ástríðu,“ sögðu þeir í Bítinu og að það væri fjöldi kvenna með á listanum. Ekki annað hægt en að stofna nýjan flokk Sigfús var nokkuð áberandi í haust vegna umdeildra mótmæla sem hann stóð fyrir gegn útlendingastefnu stjórnvalda. „Það var eiginlega ekkert annað hægt. Við báðir hérna, ég og Baldur að minnsta kosti, brennum fyrir málefnum borgarinnar eins og landsins. Við höfum nú aðeins verið að taka á málefnum landsins í gegnum tíðina, núna síðastliðna níu mánuði, og sáum okkur ekki fært annað en að reyna að byrja á borginni og þeim vandamálum sem þar eru. Og til þess þurftum við bara að stofna nýjan flokk vegna þess að hvar sem við leituðum með þær skoðanir sem við höfum, við fengum engin svör,“ sagði Sigfús í Bítinu um það af hverju þeir ákváðu að stofna nýjan flokk. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur var varaborgarfulltrúi Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022. Árið 2021 hætti hann í Miðflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Árið 2024 gekk hann svo til liðs við Lýðræðisflokkinn og var á lista hans fyrir Alþingiskosningarnar það árið. Sigfús og Baldur fóru yfir stefnuskrá sína í Bítinu sem þeir segja í sjö punktum sem þeir kalla boðorðin sjö. Númer eitt eru hælisleitendamál en þeir segjast vilja segja upp öllum samningum borgarinnar vegna hælisleitenda. Það sé á ábyrgð ríkis að hugsa um þetta fólk en ekki sveitarfélagsins. Hafna borgarlínu og kynjafræði Önnur mál á stefnuskrá eru samgöngumál en þeir hafna alfarið borgarlínu og tilheyrandi vegatollum. Þá vilja þeir hafa frítt í Strætó. Hvað varðar skipulagsmál eru þeir á móti þéttingu byggðar og vilja að hverri íbúð fylgi tvö bílastæði, eitt ofanjarðar og annað neðanjarðar. Þá tala þeir fyrir því að lækka vexti, allri kynjafræði í leik- og grunnskólum verði hætt og að börn innflytjenda fari í fornámsdeild til að læra íslensku áður en þau fara í almenna skóla. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Okkar borg Bítið Borgarstjórn Skipulag Skóla- og menntamál Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Þeir segja konur á neðri sætum listans en „að þeim ólöstuðum“ hafi þeir ákveðið að skipa karla í þrjú efstu sætin. Það hafi verið að ósk kvennanna að þeir skipi efstu sætin. „Því að við teljum okkur vita talsvert mikið um þessi mál. Konur og menn, það skiptir ekki máli hvað kynið er, ef menn eru til þess búnir að gera hlutina. Mig langar að taka það mjög hratt fram. Við Baldur, við þurfum ekki vinnu. Við höfum vinnu en við gerum þetta virkilega af ástríðu,“ sögðu þeir í Bítinu og að það væri fjöldi kvenna með á listanum. Ekki annað hægt en að stofna nýjan flokk Sigfús var nokkuð áberandi í haust vegna umdeildra mótmæla sem hann stóð fyrir gegn útlendingastefnu stjórnvalda. „Það var eiginlega ekkert annað hægt. Við báðir hérna, ég og Baldur að minnsta kosti, brennum fyrir málefnum borgarinnar eins og landsins. Við höfum nú aðeins verið að taka á málefnum landsins í gegnum tíðina, núna síðastliðna níu mánuði, og sáum okkur ekki fært annað en að reyna að byrja á borginni og þeim vandamálum sem þar eru. Og til þess þurftum við bara að stofna nýjan flokk vegna þess að hvar sem við leituðum með þær skoðanir sem við höfum, við fengum engin svör,“ sagði Sigfús í Bítinu um það af hverju þeir ákváðu að stofna nýjan flokk. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur var varaborgarfulltrúi Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022. Árið 2021 hætti hann í Miðflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Árið 2024 gekk hann svo til liðs við Lýðræðisflokkinn og var á lista hans fyrir Alþingiskosningarnar það árið. Sigfús og Baldur fóru yfir stefnuskrá sína í Bítinu sem þeir segja í sjö punktum sem þeir kalla boðorðin sjö. Númer eitt eru hælisleitendamál en þeir segjast vilja segja upp öllum samningum borgarinnar vegna hælisleitenda. Það sé á ábyrgð ríkis að hugsa um þetta fólk en ekki sveitarfélagsins. Hafna borgarlínu og kynjafræði Önnur mál á stefnuskrá eru samgöngumál en þeir hafna alfarið borgarlínu og tilheyrandi vegatollum. Þá vilja þeir hafa frítt í Strætó. Hvað varðar skipulagsmál eru þeir á móti þéttingu byggðar og vilja að hverri íbúð fylgi tvö bílastæði, eitt ofanjarðar og annað neðanjarðar. Þá tala þeir fyrir því að lækka vexti, allri kynjafræði í leik- og grunnskólum verði hætt og að börn innflytjenda fari í fornámsdeild til að læra íslensku áður en þau fara í almenna skóla.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Okkar borg Bítið Borgarstjórn Skipulag Skóla- og menntamál Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira