Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar 27. janúar 2026 12:30 Staða íslenskra drengja þegar kemur að lestrarkunnáttu hefur verið mörgum mikið áhyggjuefni enda hafa með reglulegu millibili birst upplýsingar sem sýna að ástandið er ekki gott. Þessi vandi fær mikla umræðu og fyrirsagnir eru margar hverjar mjög áberandi og harðorðar þegar kemur að lestri drengja, sem verða að geta og vilja lesa sér til gagns til að aðlagast samfélaginu og höndla persónulega hamingju. Fjöldi drengja nær ekki þessu markmiði og uppfylla því miður ekki skilyrði sem þarf fyrir lágmarkshæfni í lestri. Sérfræðingar, fagfólk í menntun og stjórnmálamenn ræða þennan vanda með reglulegum hætti án þess að séð verði að ítarleg greiningarvinna sé unnin en slík vinna er forsenda þess að skipuleggja það starf sem þarf að ráðast í til að bæta stöðu þessa hóps. Félag lesblindra á Íslandi hefur að eigin frumkvæði ráðist í og kostað rannsóknir enda vanþekking á stöðunni stundum æpandi. Enn stendur Félag lesblindra í slíku átaki og leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun – hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum ekki síst með hagsmuni drengja í huga. Ógn við lýðræðið Það er vitað að færni og hæfni í lestri er nauðsynleg fyrir upplýsingaöflun, menntun, samfélagslega og félagslega velferð og hagsæld allra. Nú eru 10 ár síðan þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, sagði það vera ógn við lýðræðið í landinu að um þriðjungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns. Menntamálaráðherra taldi að þegar svona margir drengir í hverjum árgangi væru í þessari stöðu við lok grunnskóla hefði það heilmikil áhrif á lýðræðið. Geta þessara einstaklinga væri þannig mjög skert þegar kemur að því að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun og taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Til að sporna við slæmri stöðu margra drengja var ráðist í átak til að efla lesskilning barna og ungmenna. Ríki, sveitarfélög og foreldrafélög í landinu gerðu með sér samkomulag og lestraráætlun um hvernig ætti að bregðast við þessu. Menntamálastofnun réði til sín teymi af sérfræðingum til að styðja við faglegt starf í skólum þar sem þess væri óskað eftir. Í stuttu máli má segja að margt hafi verið reynt en samt er það svo að 10 árum seinna erum við að miklu leyti í sömu stöðu og sumt hefur versnað, sérstaklega þegar kemur að lestri drengja. Í alllangan tíma hafa kannanir sýnt að nemendur á Íslandi koma verr út miðað við hin Norðurlöndin. Um leið sýna rannsóknir að drengir séu töluvert lakari en stúlkur í lestrargetu en ástæður fyrir því eru fjölþættar, svo sem að kynjamunur sé í bókstafa- og hljóðakunnáttu í lestri og þá geti félagsleg staða og bakgrunnur verið áhrifaþáttur og afleiðingar meiri en flestir gera sér grein fyrir. Rannsóknir á lesblindu geta svarað mörgum þessum spurningum. Mörgum sérfræðingum, fagfólki og stjórnmálamönnum í samfélaginu finnst vera nóg komið og vilja aðgerðir til að hjálpa drengjum í vanda með lestur og vilja efla kennslu eða breyta kennsluaðferðum. Nauðsynlegt er fyrir drengi að geta lesið sér til gagns og búa þá undir færni í nútímasamfélaginu sem þarf fyrir upplýsingaöflun. Hafa þarf ólíka nálgun í huga þegar lausna er leitað. Kostir og gallar snjalltækja Við hjá Félagi lesblindra bendum gjarnan á að snjalltæki nútímans færi þeim sem búa við lestrarerfiðleika mikil tækifæri og ef rétt sé á málum haldið sé hægt að bæta skólahald og kennslu þeirra sem eigi við lestrarörðugleika að etja með notkun þeirra. Snjalltæki hafa skiljanlega einnig fengið neikvæða athygli vegna þess að ótakmörkuð notkun tekur mikinn tíma og athygli frá ungu fólki, jafnvel er hægt að segja að sumir ánetjist þeim. Við því þarf að bregðast en um leið má ekki loka augum fyrir möguleikum fyrir þá sem eiga erfitt með texta. Því ætti frekar að huga að kenna börnum að umgangast tækin frekar en að banna notkun þeirra. Það er án efa farsælla. Félag lesblindra á Íslandi berst fyrir hagsmunum lesblindra á Íslandi. Félagið vinnur að fræðslu, stuðningi og réttindabaráttu, auk þess að bjóða upp á námskeið og ráðgjöf og reynir að standa fyrir samfélagslegri vitundarvakningu um stöðu lesblindra, meðal annars með því að styðja við og ýta undir rannsóknir. Félagið er einnig hluti af Samtökum lesblindra á Norðurlöndum og hefur þannig aðgang að reynslu og þekkingu kollega sinna þar. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur S. Johnsen Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Staða íslenskra drengja þegar kemur að lestrarkunnáttu hefur verið mörgum mikið áhyggjuefni enda hafa með reglulegu millibili birst upplýsingar sem sýna að ástandið er ekki gott. Þessi vandi fær mikla umræðu og fyrirsagnir eru margar hverjar mjög áberandi og harðorðar þegar kemur að lestri drengja, sem verða að geta og vilja lesa sér til gagns til að aðlagast samfélaginu og höndla persónulega hamingju. Fjöldi drengja nær ekki þessu markmiði og uppfylla því miður ekki skilyrði sem þarf fyrir lágmarkshæfni í lestri. Sérfræðingar, fagfólk í menntun og stjórnmálamenn ræða þennan vanda með reglulegum hætti án þess að séð verði að ítarleg greiningarvinna sé unnin en slík vinna er forsenda þess að skipuleggja það starf sem þarf að ráðast í til að bæta stöðu þessa hóps. Félag lesblindra á Íslandi hefur að eigin frumkvæði ráðist í og kostað rannsóknir enda vanþekking á stöðunni stundum æpandi. Enn stendur Félag lesblindra í slíku átaki og leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun – hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum ekki síst með hagsmuni drengja í huga. Ógn við lýðræðið Það er vitað að færni og hæfni í lestri er nauðsynleg fyrir upplýsingaöflun, menntun, samfélagslega og félagslega velferð og hagsæld allra. Nú eru 10 ár síðan þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, sagði það vera ógn við lýðræðið í landinu að um þriðjungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns. Menntamálaráðherra taldi að þegar svona margir drengir í hverjum árgangi væru í þessari stöðu við lok grunnskóla hefði það heilmikil áhrif á lýðræðið. Geta þessara einstaklinga væri þannig mjög skert þegar kemur að því að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun og taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Til að sporna við slæmri stöðu margra drengja var ráðist í átak til að efla lesskilning barna og ungmenna. Ríki, sveitarfélög og foreldrafélög í landinu gerðu með sér samkomulag og lestraráætlun um hvernig ætti að bregðast við þessu. Menntamálastofnun réði til sín teymi af sérfræðingum til að styðja við faglegt starf í skólum þar sem þess væri óskað eftir. Í stuttu máli má segja að margt hafi verið reynt en samt er það svo að 10 árum seinna erum við að miklu leyti í sömu stöðu og sumt hefur versnað, sérstaklega þegar kemur að lestri drengja. Í alllangan tíma hafa kannanir sýnt að nemendur á Íslandi koma verr út miðað við hin Norðurlöndin. Um leið sýna rannsóknir að drengir séu töluvert lakari en stúlkur í lestrargetu en ástæður fyrir því eru fjölþættar, svo sem að kynjamunur sé í bókstafa- og hljóðakunnáttu í lestri og þá geti félagsleg staða og bakgrunnur verið áhrifaþáttur og afleiðingar meiri en flestir gera sér grein fyrir. Rannsóknir á lesblindu geta svarað mörgum þessum spurningum. Mörgum sérfræðingum, fagfólki og stjórnmálamönnum í samfélaginu finnst vera nóg komið og vilja aðgerðir til að hjálpa drengjum í vanda með lestur og vilja efla kennslu eða breyta kennsluaðferðum. Nauðsynlegt er fyrir drengi að geta lesið sér til gagns og búa þá undir færni í nútímasamfélaginu sem þarf fyrir upplýsingaöflun. Hafa þarf ólíka nálgun í huga þegar lausna er leitað. Kostir og gallar snjalltækja Við hjá Félagi lesblindra bendum gjarnan á að snjalltæki nútímans færi þeim sem búa við lestrarerfiðleika mikil tækifæri og ef rétt sé á málum haldið sé hægt að bæta skólahald og kennslu þeirra sem eigi við lestrarörðugleika að etja með notkun þeirra. Snjalltæki hafa skiljanlega einnig fengið neikvæða athygli vegna þess að ótakmörkuð notkun tekur mikinn tíma og athygli frá ungu fólki, jafnvel er hægt að segja að sumir ánetjist þeim. Við því þarf að bregðast en um leið má ekki loka augum fyrir möguleikum fyrir þá sem eiga erfitt með texta. Því ætti frekar að huga að kenna börnum að umgangast tækin frekar en að banna notkun þeirra. Það er án efa farsælla. Félag lesblindra á Íslandi berst fyrir hagsmunum lesblindra á Íslandi. Félagið vinnur að fræðslu, stuðningi og réttindabaráttu, auk þess að bjóða upp á námskeið og ráðgjöf og reynir að standa fyrir samfélagslegri vitundarvakningu um stöðu lesblindra, meðal annars með því að styðja við og ýta undir rannsóknir. Félagið er einnig hluti af Samtökum lesblindra á Norðurlöndum og hefur þannig aðgang að reynslu og þekkingu kollega sinna þar. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun