Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar 27. janúar 2026 11:00 Ég man eftir fyrsta leikskólanum mínum og eðlislægri tortryggni minni í garð fyrirkomulagsins. Dagarnir voru langir og ég var fjarri öllu sem skipti mig máli. Þegar ég tók leikskólann loksins í sátt var það vegna þess að ég eignaðist vin. Ég man ekki hvað drengurinn hét, aðeins að hann var jafn sáttur við að fara í mömmó eins og í bíló. Hann kynnti mig fyrir hinu framandi konsepti bland í poka. „Það er sætt og salt og súrt, allt saman í poka,“ sagði hann, en mér var fyrirmunað að skilja hvað það þýddi. Við vorum þriggja eða fjögurra ára og hann var besti vinur minn. Skömmu síðar var ég flutt yfir á Laufásborg og ég sá vin minn aldrei aftur. Ég var bara barn og fékk engu ráðið um það hvaða leikskóla ég væri á. Á nýja leikskólanum þekkti ég engan og allir voru ókunnugir mér. Ég vissi var að ég þyrfti að eignast nýjan vin strax og helst fleiri en einn. Því börn gátu skyndilega horfið og leiðbeinendur voru einnig vísir til að kveðja. Líf barns má þola alls kyns rót og þau hafa minnst um það sjálf að segja. Það væri auðvitað óskandi að börn fengju að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum og öðrum nákomnum, sérstaklega þegar þau eru hvað yngst. Það er þó ekki á allra færi, enda stóla flestir á fyrirvinnu tveggja til að hafa þak yfir höfuðið. Staðreyndin er sú að fæst heimili geta leyft sér lengi þann munað sem í samverunni býr því orlofsgreiðslurnar hrökkva skammt og það er erfitt að láta enda ná saman að orlofi loknu. Vandinn er kerfislægur en það er pólitísk hugmyndafræði sem kemur í veg fyrir raunverulegar úrlausnir. Leikskólabyggingum er lokað jafnvel árum saman vegna mygluvanda og þær standa eins og minnisvarðar í nærumhverfi fólks um seinagang borgaryfirvalda. Foreldrar sem áður gátu gengið með börnin sín í leikskólann þurfa nú að keyra bæjarhluta á milli, oft á ólíka leikskóla, þar sem systkinaforgangur er ekki talinn sanngjarn á grundvelli jafnræðisreglna. Þar þjónar hugmyndafræðin ekki þörfum fjölskyldunnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit rennur enn eitt kjörtímabilið í borginni á enda án árangurs í leikskólamálum. Aftur biðja sömu flokkar um áframhaldandi umboð frá borgarbúum. En foreldrar þurfa enn að framkvæma hið ómögulega, að halda heimilunum gangandi með skertar tekjur og viðvarandi óöryggi með dagvistun í kerfi þar sem leikskólum er lokað fyrirvaralaust. Óvissa um að komast til vinnu bitnar á öllum en einstæðir foreldrar í láglaunastörfum gjalda mest fyrir. Foreldrar sem lýsa mestri ánægju með leikskóla barna sinna eru þeir sem hafa pláss á einkareknum leikskólum. Þó er ekki lengra síðan en á síðasta ári sem stjórnarflokkarnir synjuðu Alvotech um leyfi til að byggja leikskóla. Slíkt þótti brjóta gegn illa skilgreindri jafnræðisreglu þeirra, innanhúsreglu sem borgin beitir eftir eigin duttlungum. Þá bárust nýlega fregnir af uppsögn borgarinnar á leigusamningi við einkarekna heilsuleikskólann Ársól. Leikskólinn annast um 54 börn sem munu þurfa að fara eitthvað annað. Aðför borgarinnar að einkaframtaki í leikskólamálum er grundvölluð á hugmyndafræðilegum meinlokum. Allt skal vera jafnt, jafnvel þótt allt verði verra fyrir vikið. Staðreyndin er sú að einkareknir leikskólar standa sig almennt mjög vel. Þeir bjóða upp á rýmri og sveigjanlegri opnunartíma og mun fleiri opnunardaga. Þjónusta sem tekur mið af raunverulegum þörfum fólks og auðveldar því lífið. Borgin ætti að styðja við slíkt framtak og sækja innblástur í það sem gengur vel. Stefna borgarinnar virðist hins vegar hönnuð til þess að útrýma fjölbreyttu rekstrarfyrirkomulagi og samanburði sem yrði neikvæður fyrir rekstur borgarinnar sjálfrar. Það leikskólastarfsfólk sem ég hef rætt við virðist almennt sáttara við starfsumhverfi einkarekinna leikskóla, en lýsir áhyggjum af íhlutun borgaryfirvalda sem ógni starfsöryggi þess. Leikskólastarfsfólk borgarinnar lýsir jafnframt neikvæðum áhrifum af íhlutun borgarinnar, sem kemur að ofan án tillits til þeirrar þekkingar sem starfsfólk og stjórnendur búa yfir. Loforð um fleiri leikskólapláss hafa verið rofin. Foreldrar sem hafa gert ráðstafanir á grundvelli gefinna fyrirheita lenda á milli skips og bryggju. Ólíkt öðrum sveitarfélögum fá foreldrar sem búa í Reykjavík engar heimgreiðslur með börnum sínum þótt dagvistun sé ekki tryggð. Í Kópavogi fá foreldrar ríflega 110.000 kr. á mánuði. Það munar um minna, en hugmyndafræði jafnaðarflokkanna í borginni leyfir ekki opið samtal um slíkar lausnir. Ástæðan er að foreldrum er ekki treyst til að ráðstafa slíkum fjármunum með rétt stilltum kynjagleraugum. Talið er að mæður muni nýta sér úrræðið í meira mæli og þá sé allt í voða með hin hugmyndafræðilegu markmið. En staðreyndin er að eftir því sem konur skara fram úr í námi og atvinnulífi hafa fleiri feður kost á því að næra önnur lífsgildi en hraðhlaup á hjólum atvinnulífsins. Umönnunarbilið hefur minnkað og feður sinna mikilvægu hlutverki í daglegri umönnun barna sinna. Vinur minn á leikskólanum sem lék með mér í mömmó var ekkert skrýtinn. Feður vilja sinna börnunum sínum og þurfa aðeins frelsi til þess. Það er sveigjanleikinn í samfélaginu okkar sem gerir gæfumuninn og við getum treyst fjölskyldum til að taka ákvarðanir sem passa þeim. Lítið sem ekkert hefur breyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Tíminn sem hefur farið í það að ræða verkefnin á meðan þau dragast á langinn í aðgerðarleysi er talinn í árum. Ár er langur tími í lífi leikskólabarns. Börn sem treystu á leikskóla í nærumhverfi sínu, umhverfi sem var öruggt í fyrirsjáanleika sínum, voru rifin upp með rótunum og send hingað og þangað um bæinn. Börn sem höfðu eignast vini og myndað tengsl við umönnunaraðila sína á leikskólanum. Stöðugleiki skiptir máli í tilveru barna, sem fá engu ráðið um líf sitt í veruleika fullorðinna. Kjósendur vita vel hvar pólitíska ábyrgðin liggur og við sjáum það endurspeglast í prófkjörum og litlum stuðningi við sitjandi borgarfulltrúa. Við erum þreytt á marklausum kreddum sem eru aðeins til þess að flækja einföldustu hluti. Tímabil hugmyndafræðinnar hefur runnið sitt skeið. Tími er kominn fyrir raunverulega vinnu, eitthvað sem forfeður okkar og formæður skildu þegar þau reistu fyrstu leikskólana. Það eru brýn verkefni fyrir höndum og þá er aðeins eitt í stöðunni, að bretta upp ermar og ráðast í verkin. Höfundur er félagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Sjá meira
Ég man eftir fyrsta leikskólanum mínum og eðlislægri tortryggni minni í garð fyrirkomulagsins. Dagarnir voru langir og ég var fjarri öllu sem skipti mig máli. Þegar ég tók leikskólann loksins í sátt var það vegna þess að ég eignaðist vin. Ég man ekki hvað drengurinn hét, aðeins að hann var jafn sáttur við að fara í mömmó eins og í bíló. Hann kynnti mig fyrir hinu framandi konsepti bland í poka. „Það er sætt og salt og súrt, allt saman í poka,“ sagði hann, en mér var fyrirmunað að skilja hvað það þýddi. Við vorum þriggja eða fjögurra ára og hann var besti vinur minn. Skömmu síðar var ég flutt yfir á Laufásborg og ég sá vin minn aldrei aftur. Ég var bara barn og fékk engu ráðið um það hvaða leikskóla ég væri á. Á nýja leikskólanum þekkti ég engan og allir voru ókunnugir mér. Ég vissi var að ég þyrfti að eignast nýjan vin strax og helst fleiri en einn. Því börn gátu skyndilega horfið og leiðbeinendur voru einnig vísir til að kveðja. Líf barns má þola alls kyns rót og þau hafa minnst um það sjálf að segja. Það væri auðvitað óskandi að börn fengju að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum og öðrum nákomnum, sérstaklega þegar þau eru hvað yngst. Það er þó ekki á allra færi, enda stóla flestir á fyrirvinnu tveggja til að hafa þak yfir höfuðið. Staðreyndin er sú að fæst heimili geta leyft sér lengi þann munað sem í samverunni býr því orlofsgreiðslurnar hrökkva skammt og það er erfitt að láta enda ná saman að orlofi loknu. Vandinn er kerfislægur en það er pólitísk hugmyndafræði sem kemur í veg fyrir raunverulegar úrlausnir. Leikskólabyggingum er lokað jafnvel árum saman vegna mygluvanda og þær standa eins og minnisvarðar í nærumhverfi fólks um seinagang borgaryfirvalda. Foreldrar sem áður gátu gengið með börnin sín í leikskólann þurfa nú að keyra bæjarhluta á milli, oft á ólíka leikskóla, þar sem systkinaforgangur er ekki talinn sanngjarn á grundvelli jafnræðisreglna. Þar þjónar hugmyndafræðin ekki þörfum fjölskyldunnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit rennur enn eitt kjörtímabilið í borginni á enda án árangurs í leikskólamálum. Aftur biðja sömu flokkar um áframhaldandi umboð frá borgarbúum. En foreldrar þurfa enn að framkvæma hið ómögulega, að halda heimilunum gangandi með skertar tekjur og viðvarandi óöryggi með dagvistun í kerfi þar sem leikskólum er lokað fyrirvaralaust. Óvissa um að komast til vinnu bitnar á öllum en einstæðir foreldrar í láglaunastörfum gjalda mest fyrir. Foreldrar sem lýsa mestri ánægju með leikskóla barna sinna eru þeir sem hafa pláss á einkareknum leikskólum. Þó er ekki lengra síðan en á síðasta ári sem stjórnarflokkarnir synjuðu Alvotech um leyfi til að byggja leikskóla. Slíkt þótti brjóta gegn illa skilgreindri jafnræðisreglu þeirra, innanhúsreglu sem borgin beitir eftir eigin duttlungum. Þá bárust nýlega fregnir af uppsögn borgarinnar á leigusamningi við einkarekna heilsuleikskólann Ársól. Leikskólinn annast um 54 börn sem munu þurfa að fara eitthvað annað. Aðför borgarinnar að einkaframtaki í leikskólamálum er grundvölluð á hugmyndafræðilegum meinlokum. Allt skal vera jafnt, jafnvel þótt allt verði verra fyrir vikið. Staðreyndin er sú að einkareknir leikskólar standa sig almennt mjög vel. Þeir bjóða upp á rýmri og sveigjanlegri opnunartíma og mun fleiri opnunardaga. Þjónusta sem tekur mið af raunverulegum þörfum fólks og auðveldar því lífið. Borgin ætti að styðja við slíkt framtak og sækja innblástur í það sem gengur vel. Stefna borgarinnar virðist hins vegar hönnuð til þess að útrýma fjölbreyttu rekstrarfyrirkomulagi og samanburði sem yrði neikvæður fyrir rekstur borgarinnar sjálfrar. Það leikskólastarfsfólk sem ég hef rætt við virðist almennt sáttara við starfsumhverfi einkarekinna leikskóla, en lýsir áhyggjum af íhlutun borgaryfirvalda sem ógni starfsöryggi þess. Leikskólastarfsfólk borgarinnar lýsir jafnframt neikvæðum áhrifum af íhlutun borgarinnar, sem kemur að ofan án tillits til þeirrar þekkingar sem starfsfólk og stjórnendur búa yfir. Loforð um fleiri leikskólapláss hafa verið rofin. Foreldrar sem hafa gert ráðstafanir á grundvelli gefinna fyrirheita lenda á milli skips og bryggju. Ólíkt öðrum sveitarfélögum fá foreldrar sem búa í Reykjavík engar heimgreiðslur með börnum sínum þótt dagvistun sé ekki tryggð. Í Kópavogi fá foreldrar ríflega 110.000 kr. á mánuði. Það munar um minna, en hugmyndafræði jafnaðarflokkanna í borginni leyfir ekki opið samtal um slíkar lausnir. Ástæðan er að foreldrum er ekki treyst til að ráðstafa slíkum fjármunum með rétt stilltum kynjagleraugum. Talið er að mæður muni nýta sér úrræðið í meira mæli og þá sé allt í voða með hin hugmyndafræðilegu markmið. En staðreyndin er að eftir því sem konur skara fram úr í námi og atvinnulífi hafa fleiri feður kost á því að næra önnur lífsgildi en hraðhlaup á hjólum atvinnulífsins. Umönnunarbilið hefur minnkað og feður sinna mikilvægu hlutverki í daglegri umönnun barna sinna. Vinur minn á leikskólanum sem lék með mér í mömmó var ekkert skrýtinn. Feður vilja sinna börnunum sínum og þurfa aðeins frelsi til þess. Það er sveigjanleikinn í samfélaginu okkar sem gerir gæfumuninn og við getum treyst fjölskyldum til að taka ákvarðanir sem passa þeim. Lítið sem ekkert hefur breyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Tíminn sem hefur farið í það að ræða verkefnin á meðan þau dragast á langinn í aðgerðarleysi er talinn í árum. Ár er langur tími í lífi leikskólabarns. Börn sem treystu á leikskóla í nærumhverfi sínu, umhverfi sem var öruggt í fyrirsjáanleika sínum, voru rifin upp með rótunum og send hingað og þangað um bæinn. Börn sem höfðu eignast vini og myndað tengsl við umönnunaraðila sína á leikskólanum. Stöðugleiki skiptir máli í tilveru barna, sem fá engu ráðið um líf sitt í veruleika fullorðinna. Kjósendur vita vel hvar pólitíska ábyrgðin liggur og við sjáum það endurspeglast í prófkjörum og litlum stuðningi við sitjandi borgarfulltrúa. Við erum þreytt á marklausum kreddum sem eru aðeins til þess að flækja einföldustu hluti. Tímabil hugmyndafræðinnar hefur runnið sitt skeið. Tími er kominn fyrir raunverulega vinnu, eitthvað sem forfeður okkar og formæður skildu þegar þau reistu fyrstu leikskólana. Það eru brýn verkefni fyrir höndum og þá er aðeins eitt í stöðunni, að bretta upp ermar og ráðast í verkin. Höfundur er félagsfræðingur.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun