Innlent

Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Svona var umhorfs þegar tökumann Sýnar bar að garði.
Svona var umhorfs þegar tökumann Sýnar bar að garði.

Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við.

Húsið nefnist Karlsskáli og var byggt árið 1925. Það var íbúðarhús um áratugaskeið. Árið 1965 hóf Reykjavíkurborg starfsemi fjölskylduheimilis í húsinu.

Undanfarna áratugi hefur það síðar verið nýtt undir starfsemi leikskólans Vesturborgar. Fyrir þremur árum síðan var húsið svo metið ónýtt og því ekki lengur hentugt undir leikskólastarfsemi.

Í umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar sagði að bæði væri mjög flókið og kostnaðarsamt að endurbyggja húsið samkvæmt nútímakröfum fyrir leikskólastarfsemi. Því er sögu hins 101 árs gamla húss nú lokið.

Klippa: Karlsskáli í vesturbæ Reykjavíkur rifinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×