Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson og Baldur Borgþórsson skrifa 26. janúar 2026 08:47 Hvers vegna brennum við ekki sorpi? Hvers vegna er ekki kostað til fullkominnar brennslustöðvar sorps á Íslandi eins og fyrirfinnst víða í heiminum? Íslensk sorplosun stendur frammi fyrir mótsögn sem er bæði fjárhagsleg, umhverfisleg og tæknileg því á sama tíma og Ísland framleiðir meira heimilissorp á hvern íbúa en meðaltal Evrópu þá er stór hluti þess úrgangs annaðhvort urðaður eða fluttur úr landi til meðhöndlunar. í stað þess að vera nýttur sem orkulind hér innanlands. Samkvæmt gögnum frá SORPU bárust félaginu alls um 147 þúsund tonn af úrgangi árið 2024. Af þessu komu um 88 þúsund tonn beint úr sorphirðu heimilanna á höfuðborgarsvæðinu það er, gegnum„sorptunnuna“. Það er engin þörf að fara í land eða fjárhagslegt hagræði að byggingu slíkrar stöðvar og því vakna spurningar um þörf funda og skýrslna um málið.Alþjóðleg viðmið sýna að sorpbrennslustöð með orkunýtingu (waste-to-energy) skilar að jafnaði um 550 kílóvattstundum af rafmagni fyrir hvert tonn af óendurvinnanlegum úrgangi. Ef við tökum tölu sem áætluð er 2035 verði 140 -150 þúsund tonn væru nýtt á þennan hátt, myndi það skila um 81 gígavattstundum af rafmagni á ári, sem samsvarar meðalraforkunotkun um 18 þúsund íslenskra heimila, 18 þúsund! Í stærra samhengi framleiða Íslendingar um 595 kíló af “sveitarfélagaúrgangi” á mann á ári, samkvæmt gögnum frá European Environment Agency. Meðaltal Evrópusambandsins er um 511 kíló. Ísland er því yfir meðaltali í “úrgangsframleiðslu” en nýtir samt ekki úrgang sinn til orkuframleiðslu. Í þessu samhengi verður sú stefna að brenna ekki heimilissorp innanlands mjög undarleg og vekur mér margar óþægilegar spurningar en helst, hvað býr að baki og eru einhverjir af þeim er sitja efst í ruslahaugnum hagsmunaaðilar þessarar heimsku? Úrgangur höfuðborgarsvæðinu eru eftirfarandi staðreyndir ljósar og hafa verið. úrgangsmagn er nægilegt til sjálfbærrar stöðvar, kostnaðurinn er þegar til staðar í kerfinu, orkan tapast, Ísland er yfir evrópsku meðaltali í sorpmagni á mann. Því er ekki lengur raunhæft að ræða sorpbrennslu sem „umdeilda framtíðartækni“. Hún er þegar stór hluti úrgangskerfa í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Spurningin fyrir Ísland er ekki hvort tæknin virki eða borgi sig heldur hvort almenningur sem er ríkið og sveitarfélögin kjósi áfram að borga fyrir að henda orku, í stað þess að nýta hana. Klárlega er þetta ekki vísindaleg grein en allur kostnaður okkar af þessum sorpmálum getur lækkað verulega við brennslu sorps og skilað sér til neytenda í formi orku. Í Svíþjóð sem brennir sorp fyrir okkur og til þess þarf að flytja úrganginn með skipi, eru stórglæsilegar brennslustöðvar sem notast til útivistar fyrir almenning. Í 5 ár eða lengur hefur þetta verið rætt og pælt en ekkert gerst. Líklega hefði kostnaður af byggingu slíkrar stöðvar sparast nú þegar í öllum þeim kostnaði er til fellur. Ath. Miðað er við í þessari grein að allur úrgangur sé brenndur en óendurvinnanlegur úrgangur samkvæmt skýrslu um hátæknibrennslustöð sem gefin var út 2024 verður sá úrgangur 2035 140.000 tonn. Það er ekkert mál að eyða tugum og hundruð milljarða í “gesti og gangandi” en 20 - 30 milljarðar þurfa nefndir, ráð, spretthópa og endalausan kostnað, án þess að komast úr sporunum. Enn og aftur dettur spurningin, eru annars fólks fjármunir ekki fjármunir? Höfundar eru fyrirsvarsmenn Okkar Borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna brennum við ekki sorpi? Hvers vegna er ekki kostað til fullkominnar brennslustöðvar sorps á Íslandi eins og fyrirfinnst víða í heiminum? Íslensk sorplosun stendur frammi fyrir mótsögn sem er bæði fjárhagsleg, umhverfisleg og tæknileg því á sama tíma og Ísland framleiðir meira heimilissorp á hvern íbúa en meðaltal Evrópu þá er stór hluti þess úrgangs annaðhvort urðaður eða fluttur úr landi til meðhöndlunar. í stað þess að vera nýttur sem orkulind hér innanlands. Samkvæmt gögnum frá SORPU bárust félaginu alls um 147 þúsund tonn af úrgangi árið 2024. Af þessu komu um 88 þúsund tonn beint úr sorphirðu heimilanna á höfuðborgarsvæðinu það er, gegnum„sorptunnuna“. Það er engin þörf að fara í land eða fjárhagslegt hagræði að byggingu slíkrar stöðvar og því vakna spurningar um þörf funda og skýrslna um málið.Alþjóðleg viðmið sýna að sorpbrennslustöð með orkunýtingu (waste-to-energy) skilar að jafnaði um 550 kílóvattstundum af rafmagni fyrir hvert tonn af óendurvinnanlegum úrgangi. Ef við tökum tölu sem áætluð er 2035 verði 140 -150 þúsund tonn væru nýtt á þennan hátt, myndi það skila um 81 gígavattstundum af rafmagni á ári, sem samsvarar meðalraforkunotkun um 18 þúsund íslenskra heimila, 18 þúsund! Í stærra samhengi framleiða Íslendingar um 595 kíló af “sveitarfélagaúrgangi” á mann á ári, samkvæmt gögnum frá European Environment Agency. Meðaltal Evrópusambandsins er um 511 kíló. Ísland er því yfir meðaltali í “úrgangsframleiðslu” en nýtir samt ekki úrgang sinn til orkuframleiðslu. Í þessu samhengi verður sú stefna að brenna ekki heimilissorp innanlands mjög undarleg og vekur mér margar óþægilegar spurningar en helst, hvað býr að baki og eru einhverjir af þeim er sitja efst í ruslahaugnum hagsmunaaðilar þessarar heimsku? Úrgangur höfuðborgarsvæðinu eru eftirfarandi staðreyndir ljósar og hafa verið. úrgangsmagn er nægilegt til sjálfbærrar stöðvar, kostnaðurinn er þegar til staðar í kerfinu, orkan tapast, Ísland er yfir evrópsku meðaltali í sorpmagni á mann. Því er ekki lengur raunhæft að ræða sorpbrennslu sem „umdeilda framtíðartækni“. Hún er þegar stór hluti úrgangskerfa í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Spurningin fyrir Ísland er ekki hvort tæknin virki eða borgi sig heldur hvort almenningur sem er ríkið og sveitarfélögin kjósi áfram að borga fyrir að henda orku, í stað þess að nýta hana. Klárlega er þetta ekki vísindaleg grein en allur kostnaður okkar af þessum sorpmálum getur lækkað verulega við brennslu sorps og skilað sér til neytenda í formi orku. Í Svíþjóð sem brennir sorp fyrir okkur og til þess þarf að flytja úrganginn með skipi, eru stórglæsilegar brennslustöðvar sem notast til útivistar fyrir almenning. Í 5 ár eða lengur hefur þetta verið rætt og pælt en ekkert gerst. Líklega hefði kostnaður af byggingu slíkrar stöðvar sparast nú þegar í öllum þeim kostnaði er til fellur. Ath. Miðað er við í þessari grein að allur úrgangur sé brenndur en óendurvinnanlegur úrgangur samkvæmt skýrslu um hátæknibrennslustöð sem gefin var út 2024 verður sá úrgangur 2035 140.000 tonn. Það er ekkert mál að eyða tugum og hundruð milljarða í “gesti og gangandi” en 20 - 30 milljarðar þurfa nefndir, ráð, spretthópa og endalausan kostnað, án þess að komast úr sporunum. Enn og aftur dettur spurningin, eru annars fólks fjármunir ekki fjármunir? Höfundar eru fyrirsvarsmenn Okkar Borg.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar