Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2026 11:04 Úkraínumenn hafa gefið út frímerki um flaggskipið Moskvu og örlög þess. Getty/STR, NurPhoto Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. Úrskurðurinn var gegn Andrei Sjúbín, úkraínskum ofursta, sem er ekki í haldi Rússa heldur var hann dæmdur að honum fjarverandi. Hann stýrir einni af stórskotaliðsdeild úkraínska sjóhersins og var dæmdur fyrir „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“ fyrir að sökkva Moskvu og fyrir árás á freigátuna Essen aðmírál. Þó úrskurðurinn hafi verið fjarlægður af netinu var hann varðveittur af blaðamönnum og þar á meðal blaðamönnum rússneska útlagamiðilsins MediaZona. Hingað til hafa Rússar aldrei viðurkennt að Úkraínumenn hafi sökkt flaggskipinu með eldflaugum. Þess í stað hafa þeir haldið því fram að skipið hafi eingöngu skemmst vegna árásar Úkraínumanna. Þess í stað hafa Rússar sagt að skipið hafi sokkið eftir að eldur kviknaði um borð og teygði anga sína í skotfærageymslu skipsins. Í úrskurðinum segir þó að þann 13. apríl 2022 hafi tvær eldflaugar hæft Moskvu. Við það hafi eldur kviknað um borð í skipinu og að reynt hafi verið að bjarga skipinu í rúmar sex klukkustundir. Það heppnaðist þó ekki og sökk skipið. Tuttugu úr áhöfn skipsins eru sagðir hafa dáið og átta er enn saknað. Hingað til hafa Rússar haldið því fram að allri áhöfn skipsins hafi verið bjargað. Lýsingin í úrskurðinum er í takt við yfirlýsingar Úkraínumanna sem segjast hafa skotið tveimur Neptune-stýriflaugum að skipinu. Þær eru sérstaklega hannaðar til að granda skipum. Sjá einnig: Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Í úrskurðinum segir einnig að þegar Moskvu var sökkt hafi áhöfn skipsins verið við mannúðarstörf á hlutlausu hafsvæði og að skipið hafi ekki komið að hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Skipið var þó meðal annars notað til að skjóta eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu og kom að upprunalegu hernámi Snákaeyju, þar sem áhöfn skipsins var sagt af úkraínskum hermönnum að „fara í rassgat“, eins og frægt er. Sjúbín var dæmdur til tíu ára vistar í fanganýlendu í Rússlandi og til að greiða varnarmálaráðuneyti Rússlands rúma 2,2 milljarða rúbla í skaðabætur. Það samsvarar um það bil þremur og hálfum milljarði króna. A Moscow military court has sentenced a Ukrainian commander to life in prison in absentia for the 2022 sinking of the Black Sea Fleet’s flagship, Moskva. In doing so, the court’s official press release—which was later deleted—admitted for the first time that the vessel was… pic.twitter.com/X6HspQZy3J— Rob Lee (@RALee85) January 22, 2026 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Úrskurðurinn var gegn Andrei Sjúbín, úkraínskum ofursta, sem er ekki í haldi Rússa heldur var hann dæmdur að honum fjarverandi. Hann stýrir einni af stórskotaliðsdeild úkraínska sjóhersins og var dæmdur fyrir „alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“ fyrir að sökkva Moskvu og fyrir árás á freigátuna Essen aðmírál. Þó úrskurðurinn hafi verið fjarlægður af netinu var hann varðveittur af blaðamönnum og þar á meðal blaðamönnum rússneska útlagamiðilsins MediaZona. Hingað til hafa Rússar aldrei viðurkennt að Úkraínumenn hafi sökkt flaggskipinu með eldflaugum. Þess í stað hafa þeir haldið því fram að skipið hafi eingöngu skemmst vegna árásar Úkraínumanna. Þess í stað hafa Rússar sagt að skipið hafi sokkið eftir að eldur kviknaði um borð og teygði anga sína í skotfærageymslu skipsins. Í úrskurðinum segir þó að þann 13. apríl 2022 hafi tvær eldflaugar hæft Moskvu. Við það hafi eldur kviknað um borð í skipinu og að reynt hafi verið að bjarga skipinu í rúmar sex klukkustundir. Það heppnaðist þó ekki og sökk skipið. Tuttugu úr áhöfn skipsins eru sagðir hafa dáið og átta er enn saknað. Hingað til hafa Rússar haldið því fram að allri áhöfn skipsins hafi verið bjargað. Lýsingin í úrskurðinum er í takt við yfirlýsingar Úkraínumanna sem segjast hafa skotið tveimur Neptune-stýriflaugum að skipinu. Þær eru sérstaklega hannaðar til að granda skipum. Sjá einnig: Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Í úrskurðinum segir einnig að þegar Moskvu var sökkt hafi áhöfn skipsins verið við mannúðarstörf á hlutlausu hafsvæði og að skipið hafi ekki komið að hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Skipið var þó meðal annars notað til að skjóta eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu og kom að upprunalegu hernámi Snákaeyju, þar sem áhöfn skipsins var sagt af úkraínskum hermönnum að „fara í rassgat“, eins og frægt er. Sjúbín var dæmdur til tíu ára vistar í fanganýlendu í Rússlandi og til að greiða varnarmálaráðuneyti Rússlands rúma 2,2 milljarða rúbla í skaðabætur. Það samsvarar um það bil þremur og hálfum milljarði króna. A Moscow military court has sentenced a Ukrainian commander to life in prison in absentia for the 2022 sinking of the Black Sea Fleet’s flagship, Moskva. In doing so, the court’s official press release—which was later deleted—admitted for the first time that the vessel was… pic.twitter.com/X6HspQZy3J— Rob Lee (@RALee85) January 22, 2026
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“