Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar 22. janúar 2026 07:15 Breiðholtið er góður staður að vera á og þar er mjög góður jarðvegur til að alast upp á. Það hefur sýnt sig aftur og aftur. Breiðholtið hefur alið af sér fullt af frábæru fólki, listamenn, framkvæmdastjóra stórfyrirtækja, íþróttafólk, pólitíkusa og margt fleira. Flest þeirra fóru í sína hverfisskóla, sem eru fimm talsins í Breiðholti og síðan í Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Þessir krakkar stóðu sig ekki verr en aðrir í háskólanámi eða á vinnumarkaði. Fjölbrautarskólinn hefur hins vegar ekki fengið það lof sem hann á skilið og það fyrst og fremst vegna staðsetningarinnar. Skólinn hefur orðið fyrir sömu fordómum og hverfið sjálft sem og fólkið sem þar býr, þrátt fyrir öflugt starf og sterka nemendur. Nú þurfum við að sýna hvað Breiðholtið hefur upp á að bjóða. Hverfin í Breiðholti eru ólík og hvert þeirra hefur sín sérkenni og styrkleika. Þau eiga öll skilið athygli og metnað. Mjóddin og Hólagarður mega muna sinn fýfil fegurri og þurfa rækilega á upplyftingu að halda. Við þurfum að gera þessi svæði snyrtileg og þannig úr garði gerð að fólk annars staðar af höfuðborgarsvæðinu vilji heimsækja okkur í Breiðholtið. Mjóddin er í alfaraleið, þar er öflug heilbrigðisþjónusta, góðar verslanir og ein helsta samgöngumiðstöð Strætó þar sem leiðir liggja til allra átta. Það þarf hins vegar að gera Mjóddina þannig fólki líði vel með að koma þangað, vera og njóta. Möguleikar Mjóddarinnar eru margir og möguleikar Hólagarðs eru margir. Það þarf bara metnað til að gera þessa staði myndarlega og þess vegna þarf fólk í borgarstjórn sem þekkir Breiðholtið, býr þar og ber hag hverfisins fyrir brjósti. Við erum tvær sem búum í Breiðholti og bjóðum okkur fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík að þessu sinni. Við komum úr ólíkum áttum og með mismunandi áherslur en eigum það sameiginlegt að vilja berjast fyrir hverfið okkar og gera Breiðholtið að eftirsóttum stað til að búa á og heimsækja. Fáum við umboð til munum við vinna vel saman að því markmiði. Sjálf hef ég búið í Breiðholti alla mína æfi, ólst upp í Fellahverfi, fór í Fellaskóla og Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Börnin mín þrjú hafa alist upp í Seljahverfi og þar búum við enn. Breiðholtið er svo sannarlega mitt samfélag og mér þykir mjög vænt um það. Ég heiti Valný og hinn Breiðholtsbúinn Sara ef þið viljið hafa áhrif á uppröðun hjá Samfylkingunni og kjósa á laugardaginn :) Höfundur sækist eftir 4. til 6. sæti hjá Samfylkingunni í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Breiðholtið er góður staður að vera á og þar er mjög góður jarðvegur til að alast upp á. Það hefur sýnt sig aftur og aftur. Breiðholtið hefur alið af sér fullt af frábæru fólki, listamenn, framkvæmdastjóra stórfyrirtækja, íþróttafólk, pólitíkusa og margt fleira. Flest þeirra fóru í sína hverfisskóla, sem eru fimm talsins í Breiðholti og síðan í Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Þessir krakkar stóðu sig ekki verr en aðrir í háskólanámi eða á vinnumarkaði. Fjölbrautarskólinn hefur hins vegar ekki fengið það lof sem hann á skilið og það fyrst og fremst vegna staðsetningarinnar. Skólinn hefur orðið fyrir sömu fordómum og hverfið sjálft sem og fólkið sem þar býr, þrátt fyrir öflugt starf og sterka nemendur. Nú þurfum við að sýna hvað Breiðholtið hefur upp á að bjóða. Hverfin í Breiðholti eru ólík og hvert þeirra hefur sín sérkenni og styrkleika. Þau eiga öll skilið athygli og metnað. Mjóddin og Hólagarður mega muna sinn fýfil fegurri og þurfa rækilega á upplyftingu að halda. Við þurfum að gera þessi svæði snyrtileg og þannig úr garði gerð að fólk annars staðar af höfuðborgarsvæðinu vilji heimsækja okkur í Breiðholtið. Mjóddin er í alfaraleið, þar er öflug heilbrigðisþjónusta, góðar verslanir og ein helsta samgöngumiðstöð Strætó þar sem leiðir liggja til allra átta. Það þarf hins vegar að gera Mjóddina þannig fólki líði vel með að koma þangað, vera og njóta. Möguleikar Mjóddarinnar eru margir og möguleikar Hólagarðs eru margir. Það þarf bara metnað til að gera þessa staði myndarlega og þess vegna þarf fólk í borgarstjórn sem þekkir Breiðholtið, býr þar og ber hag hverfisins fyrir brjósti. Við erum tvær sem búum í Breiðholti og bjóðum okkur fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík að þessu sinni. Við komum úr ólíkum áttum og með mismunandi áherslur en eigum það sameiginlegt að vilja berjast fyrir hverfið okkar og gera Breiðholtið að eftirsóttum stað til að búa á og heimsækja. Fáum við umboð til munum við vinna vel saman að því markmiði. Sjálf hef ég búið í Breiðholti alla mína æfi, ólst upp í Fellahverfi, fór í Fellaskóla og Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Börnin mín þrjú hafa alist upp í Seljahverfi og þar búum við enn. Breiðholtið er svo sannarlega mitt samfélag og mér þykir mjög vænt um það. Ég heiti Valný og hinn Breiðholtsbúinn Sara ef þið viljið hafa áhrif á uppröðun hjá Samfylkingunni og kjósa á laugardaginn :) Höfundur sækist eftir 4. til 6. sæti hjá Samfylkingunni í borginni.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar