Erlent

Einn látinn eftir annað lestar­slys á Spáni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þetta er annað lestarslysið á þremur dögum.
Þetta er annað lestarslysið á þremur dögum. Getty

Annað lestarslys varð á Spáni í kvöld, einungis örfáum dögum eftir að mannskætt slys varð á sunnudagskvöld. Einn er látinn og fjórir eru alvarlega slasaðir.

Farþegalest fór út af sporinu fyrr í kvöld þegar varnarveggur féll á lestarteinana. Um tuttugu eru slasaðir, þar af fjórir alvarlega. Spænska ríkisútvarpið segir að 38 sveitir slökkviliðsmanna hafi verið kallaðar út til að aðstoða farþegana og tuttugu sjúkrabílar. Mikið hefur rignt á svæðinu undanfarna daga.

Sá látni var lestarstjóri lestarinnar.

Tæpir tveir sólarhringar eru síðan 42 létu lífið í lestarslysi á Suður-Spáni. Þar var um háhraðalest að ræða sem fór út af sporinu og lenti á nærliggjandi teinum. Önnur lest sem var á leið í gagnstæða átt fór einnig út af sporinu. 


Tengdar fréttir

Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni

Spænsk yfirvöld gáfu það út í morgun að tala látinna í lestarslysinu sem varð í suðurhluta landsins í gærkvöldi hafi hækkað upp í 39. Að minnsta kosti 73 voru fluttir á spítala og þar af voru 24 sagðir alvarlega slasaðir. Fjögur börn eru sögð á meðal þeirra slösuðu.

Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni

Stéttarfélag lestarstjóra á Spáni varaði í ágúst við bágu ástandi lestarteinanna á kafla þar sem eitt mannskæðasta lestarslys Evrópu í áttatíu ár varð í gær þegar minnst fjörutíu létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×