Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson og Jón K. Jacobsen skrifa 19. janúar 2026 08:17 Umræðan um læsi er nauðsynleg en hún verður hálf ef við tölum ekki líka um vanlíðan, biðlista og snemmtæk inngrip fyrir börnin sem eru að hverfa úr myndinni. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um læsi, einkum eftir viðtal við mennta- og barnamálaráðherra Í Kastljósi. Það er skiljanlegt. Læsi skiptir máli. Læsi er lykill að námi, sjálfstæði og þátttöku. En við lifum á tímum þar sem mynd og hljóð tala ekki saman. Áður en eitthvað breytist í raun verður sagan að sjást og heyrast og hún þarf að byggja á reynslu, gögnum og ábyrgð. Við verðum að skoða vanlíðan samhliða umræðu um læsi. Vansæl börn eiga erfitt með að læra að lesa. Líðan barna hefur áhrif á allt nám og þetta helst í hendur. Börnin virðast alltaf lenda aftast í röðinni. Það skortir heildarsýn. Við höfum rætt við marga undanfarið. Við heyrum að ótrúlega margir vilji gera eitthvað. Samt finnum við líka að stundum verður þetta að orðræðu sem blossar upp þegar kosningar nálgast eða þegar erfið umfjöllun skellur á. Þá er talað fallega, boðað samtal, skipaður starfshópur. Svo líður tíminn og börnin bíða áfram. Við heitum Steindór Þórarinsson og Jón K. Jacobsen. Við vinnum hvor á sínum staðnum en höfum ákveðið að vinna saman. Steindór er viðurkenndur markþjálfi og fjölmiðlamaður, með reynslu af því að skrifa, spyrja og halda umræðu á lofti ásamt því að standa á bakvið átakið STRAX Í DAG. Jón aka Nonni Lobo er fíkniráðgjafi með langa reynslu úr meðferðargeiranum og stendur í dag í baráttu sem enginn biður um að lenda í, bæði sem faðir og sem maður sem þekkir kerfið innan frá. Við höfum séð að við erum ekki að tala um tvö ólík vandamál. Við erum að tala um sama tómarúmið, sama barnið sem fellur á milli kerfa. Sömu fjölskylduna sem fær ferli þegar hún biður um stuðning. Týndu börnin eru ekki aukaatriði Við skynjum líka eitthvað sem stingur. Börnin sem eru að glíma við vanlíðan, kvíða, áföll, vímu, einmanaleika eða algjört úrræðaleysi, þau hverfa oft úr myndinni þegar umræðan þrengist niður í eitt mælanlegt atriði eins og læsi. Þegar umræðan þrengist þannig er hætt við að við ræðum læsi eins og það sé hægt að lyfta því upp úr aðstæðum barnsins. En læsi verður ekki til í tómarúmi. Það byggir á öryggi, jafnvægi og stuðningi. Læsi byrjar í öryggi Barn sem sefur illa, lifir í stöðugum kvíða eða ber skömm sem enginn sér á erfiðara með einbeitingu, minni og nám. Barn sem er í varnarstöðu allan daginn les ekki eins og barn sem finnur öryggi. Þess vegna höfum við áhyggjur þegar umræðan um læsi stendur ein og sér. Ef við viljum að fleiri börn læri að lesa verðum við að tala um það sem fer á undan: Stuðning í skólum, snemmtæk inngrip, skýrar leiðir þegar barni fer að hnigna, og biðlistana sem éta upp vonina. Ef barn fær ekki þjónustu fyrr en allt er orðið of seint, þá erum við ekki lengur að ræða lestrarfærni. Þá erum við að ræða líf. Samtalið skiptir máli, en aðeins ef það leiðir til verka Í umræðu síðustu daga hefur verið talað um að kalla eftir samtali og setja á fót starfshóp um málefni barna og ungmenna. Við erum ekki á móti samtali. Þvert á móti. En við erum á móti því þegar samtal verður staðgengill fyrir ábyrgð. Þegar það er notað til að kaupa tíma. Þegar það kemur í stað þess að taka ákvörðun, bera ábyrgð og fylgja henni eftir. Við höfum heyrt alltof oft að kerfið sé flókið. Það er rétt. En flækjan er ekki afsökun. Hún er ástæða til að vinna betur. Við ætlum að fylgja þessu eftir Við eigum fund með heilbrigðisráðherra, Ölmu. Við erum að bíða eftir staðfestingu á tíma. Við áttum gott samtal við Ingibjörgu Isaksen á blaðamannafundi og hlökkum til að hitta hana aftur og ræða málin nánar. Samhliða þessum pistli sendum við tölvupóst á Velferðarráð og barna- og menntamálaráðherra þar sem við óskum eftir fundi. Við segjum þetta ekki til að telja okkur trú um að samtöl ein og sér leysi vandann. Við segjum þetta vegna þess að það þarf að vera skýrt að við ætlum að vera til staðar, fylgja eftir og halda þræðinum. Ekki með árásum, ekki með persónulegu stríði, heldur með beinum spurningum og heiðarlegu samtali. Röddin sem vantar er röddin af gólfinu Við viljum að hlustað sé á krakkana. Áður en eitthvað fer illa. Við viljum að hlustað sé á aðstandendur, áður en þeir brenna út. Við viljum að hlustað sé á fólkið á gólfinu, fagfólk sem sér vandann daglega, og líka þá sem hafa lifað hann. Þegar kerfið virkar illa lenda börnin í því að vera stimpluð sem erfið. Við viljum að þau verði fyrst og fremst talin börn. Börn sem þurfa hvatningu, skýra umgjörð og stuðning sem kemur snemma, ekki þegar allt er komið í óefni. Að grípa börn snemma er líka skynsemi Það sem við erum að tala fyrir er ekki bara mannúð. Það er líka skynsemi. Snemmtæk inngrip og virk þjónusta draga úr áfallakeðju sem endar annars í dýrari úrræðum, lengri vanda og meiri samfélagskostnaði. Þegar barn fær stuðning á réttum tíma er mun líklegra að það verði virkur þátttakandi í samfélaginu, með menntun, vinnu og sjálfsvirðingu. Þetta er ekki óskhyggja. Þetta er einföld rökhugsun. Það er dýrara að bjarga brotinni keðju en að styrkja hana áður en hún slitnar. Við hvetjum fólk til að láta í sér heyra Við erum að fara af stað saman til að vera rödd týndu barnanna. Ekki til að tala fyrir þau, ekki til að tala yfir höfði þeirra, heldur til að tryggja að þau séu ekki þögguð niður. Fólk sem vill standa með börnunum okkar, með því að deila reynslu, benda á staðreyndir og krefjast ábyrgðar, er hluti af lausninni. Þögnin er það sem kerfið þolir best. Samtalið, ef það er heiðarlegt og fylgt eftir, er það sem getur breytt. Við ætlum að halda þessu gangandi. Fyrir börnin. Fyrir fjölskyldurnar. Fyrir samfélagið sem við viljum byggja. Höfundar eru: Steindór Þórarinsson, ritstjóri samson.is, viðurkenndur markþjálfi hjá Mitt Hugskot og Jón K. Jacobsen, fíknifræðingur, jafningja- og stuðningsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræðan um læsi er nauðsynleg en hún verður hálf ef við tölum ekki líka um vanlíðan, biðlista og snemmtæk inngrip fyrir börnin sem eru að hverfa úr myndinni. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um læsi, einkum eftir viðtal við mennta- og barnamálaráðherra Í Kastljósi. Það er skiljanlegt. Læsi skiptir máli. Læsi er lykill að námi, sjálfstæði og þátttöku. En við lifum á tímum þar sem mynd og hljóð tala ekki saman. Áður en eitthvað breytist í raun verður sagan að sjást og heyrast og hún þarf að byggja á reynslu, gögnum og ábyrgð. Við verðum að skoða vanlíðan samhliða umræðu um læsi. Vansæl börn eiga erfitt með að læra að lesa. Líðan barna hefur áhrif á allt nám og þetta helst í hendur. Börnin virðast alltaf lenda aftast í röðinni. Það skortir heildarsýn. Við höfum rætt við marga undanfarið. Við heyrum að ótrúlega margir vilji gera eitthvað. Samt finnum við líka að stundum verður þetta að orðræðu sem blossar upp þegar kosningar nálgast eða þegar erfið umfjöllun skellur á. Þá er talað fallega, boðað samtal, skipaður starfshópur. Svo líður tíminn og börnin bíða áfram. Við heitum Steindór Þórarinsson og Jón K. Jacobsen. Við vinnum hvor á sínum staðnum en höfum ákveðið að vinna saman. Steindór er viðurkenndur markþjálfi og fjölmiðlamaður, með reynslu af því að skrifa, spyrja og halda umræðu á lofti ásamt því að standa á bakvið átakið STRAX Í DAG. Jón aka Nonni Lobo er fíkniráðgjafi með langa reynslu úr meðferðargeiranum og stendur í dag í baráttu sem enginn biður um að lenda í, bæði sem faðir og sem maður sem þekkir kerfið innan frá. Við höfum séð að við erum ekki að tala um tvö ólík vandamál. Við erum að tala um sama tómarúmið, sama barnið sem fellur á milli kerfa. Sömu fjölskylduna sem fær ferli þegar hún biður um stuðning. Týndu börnin eru ekki aukaatriði Við skynjum líka eitthvað sem stingur. Börnin sem eru að glíma við vanlíðan, kvíða, áföll, vímu, einmanaleika eða algjört úrræðaleysi, þau hverfa oft úr myndinni þegar umræðan þrengist niður í eitt mælanlegt atriði eins og læsi. Þegar umræðan þrengist þannig er hætt við að við ræðum læsi eins og það sé hægt að lyfta því upp úr aðstæðum barnsins. En læsi verður ekki til í tómarúmi. Það byggir á öryggi, jafnvægi og stuðningi. Læsi byrjar í öryggi Barn sem sefur illa, lifir í stöðugum kvíða eða ber skömm sem enginn sér á erfiðara með einbeitingu, minni og nám. Barn sem er í varnarstöðu allan daginn les ekki eins og barn sem finnur öryggi. Þess vegna höfum við áhyggjur þegar umræðan um læsi stendur ein og sér. Ef við viljum að fleiri börn læri að lesa verðum við að tala um það sem fer á undan: Stuðning í skólum, snemmtæk inngrip, skýrar leiðir þegar barni fer að hnigna, og biðlistana sem éta upp vonina. Ef barn fær ekki þjónustu fyrr en allt er orðið of seint, þá erum við ekki lengur að ræða lestrarfærni. Þá erum við að ræða líf. Samtalið skiptir máli, en aðeins ef það leiðir til verka Í umræðu síðustu daga hefur verið talað um að kalla eftir samtali og setja á fót starfshóp um málefni barna og ungmenna. Við erum ekki á móti samtali. Þvert á móti. En við erum á móti því þegar samtal verður staðgengill fyrir ábyrgð. Þegar það er notað til að kaupa tíma. Þegar það kemur í stað þess að taka ákvörðun, bera ábyrgð og fylgja henni eftir. Við höfum heyrt alltof oft að kerfið sé flókið. Það er rétt. En flækjan er ekki afsökun. Hún er ástæða til að vinna betur. Við ætlum að fylgja þessu eftir Við eigum fund með heilbrigðisráðherra, Ölmu. Við erum að bíða eftir staðfestingu á tíma. Við áttum gott samtal við Ingibjörgu Isaksen á blaðamannafundi og hlökkum til að hitta hana aftur og ræða málin nánar. Samhliða þessum pistli sendum við tölvupóst á Velferðarráð og barna- og menntamálaráðherra þar sem við óskum eftir fundi. Við segjum þetta ekki til að telja okkur trú um að samtöl ein og sér leysi vandann. Við segjum þetta vegna þess að það þarf að vera skýrt að við ætlum að vera til staðar, fylgja eftir og halda þræðinum. Ekki með árásum, ekki með persónulegu stríði, heldur með beinum spurningum og heiðarlegu samtali. Röddin sem vantar er röddin af gólfinu Við viljum að hlustað sé á krakkana. Áður en eitthvað fer illa. Við viljum að hlustað sé á aðstandendur, áður en þeir brenna út. Við viljum að hlustað sé á fólkið á gólfinu, fagfólk sem sér vandann daglega, og líka þá sem hafa lifað hann. Þegar kerfið virkar illa lenda börnin í því að vera stimpluð sem erfið. Við viljum að þau verði fyrst og fremst talin börn. Börn sem þurfa hvatningu, skýra umgjörð og stuðning sem kemur snemma, ekki þegar allt er komið í óefni. Að grípa börn snemma er líka skynsemi Það sem við erum að tala fyrir er ekki bara mannúð. Það er líka skynsemi. Snemmtæk inngrip og virk þjónusta draga úr áfallakeðju sem endar annars í dýrari úrræðum, lengri vanda og meiri samfélagskostnaði. Þegar barn fær stuðning á réttum tíma er mun líklegra að það verði virkur þátttakandi í samfélaginu, með menntun, vinnu og sjálfsvirðingu. Þetta er ekki óskhyggja. Þetta er einföld rökhugsun. Það er dýrara að bjarga brotinni keðju en að styrkja hana áður en hún slitnar. Við hvetjum fólk til að láta í sér heyra Við erum að fara af stað saman til að vera rödd týndu barnanna. Ekki til að tala fyrir þau, ekki til að tala yfir höfði þeirra, heldur til að tryggja að þau séu ekki þögguð niður. Fólk sem vill standa með börnunum okkar, með því að deila reynslu, benda á staðreyndir og krefjast ábyrgðar, er hluti af lausninni. Þögnin er það sem kerfið þolir best. Samtalið, ef það er heiðarlegt og fylgt eftir, er það sem getur breytt. Við ætlum að halda þessu gangandi. Fyrir börnin. Fyrir fjölskyldurnar. Fyrir samfélagið sem við viljum byggja. Höfundar eru: Steindór Þórarinsson, ritstjóri samson.is, viðurkenndur markþjálfi hjá Mitt Hugskot og Jón K. Jacobsen, fíknifræðingur, jafningja- og stuðningsráðgjafi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun