Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2026 08:00 „Tónlist gefur alheiminum sál, huganum vængi, ímyndunaraflinu flug og öllu líf.” – Plató Tónlist hefur frá örófi alda verið hluti mannlegrar tilveru og samofin lífi fólks, í öllum menningarheimum, í leik og starfi, sveit og borg, heima og að heiman. Hún eykur gleði, huggar sorg, hvetur til starfa og svo margt fleira. Tónlist hefur varðveitt sögur, sameinað fólk og náð að tjá það sem engin orð geta útskýrt. Standir þú á götu þar sem tónlist ómar er líklegt að þú takir eftir því hvernig vegfarendur breyta ósjálfrátt gönguhraða sínum svo hann falli að takti tónlistarinnar. Tónlist fær mann til að hlusta, bregðast við og tengjast. Svo mikill er máttur hennar. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa staðfest það sem fólk hefur vitað í aldaraðir: tónlist hefur djúpstæð og fjölþætt áhrif á heilann. Fjölmargar heilastöðvar sýna viðbrögð við það eitt að hlusta á tónlist, og áhrifin eru enn meira afgerandi þegar við tökum þátt í tónlistarflutningi eða hreyfum okkur í takt við tónlist. Tilfinninga-, minnis-, tungumála- og hreyfistöðvar heilans virkjast allar saman og allir hlutar heilans taka þátt; hægra heilahvel og það vinstra, heilastofn og litli heili. Þó tónlistin sé án orða skynjum við hana í tungumálasvæðum heilans - það má því segja að tónlist beinlínis tali við okkur. Einnig hafa rannsóknir sýnt að peppandi tónlist geti aukið úthald og bætt súrefnisupptöku á æfingum miðað við að gera sömu æfingar án tónlistar. Tónlist er okkur auk þess í blóð borin eins og tungumálið - börn læra ósjálfrátt að syngja, alveg eins og þau læra ósjálfrátt að tala. Tónlist er sammannlegt fyrirbæri; hún er grundvallarþáttur í þroska og tjáningu manneskjunnar. Þegar skólaskylda var bundin í lög á Íslandi var við samsetningu námsins einkum horft til rits Guðmundar Finnbogasonar Lýðmenntun. Ritið var að kalla má fyrsti vísir að íslenskri námskrá og brautryðjandaverk í menntamálum hérlendis. Þar er heill kafli helgaður söng og segir Guðmundur m.a. frá því hvernig áhrif samsöngur hafði á nemendur sem setið höfðu stúrnir yfir reikningsheftunum; blik kom í augu nemenda, þeir fylltust gleði og að söngnum loknum gátu þeir tekið aftur til við reikningsdæmin af endurnýjuðum krafti. Guðmundur hafði fengið innsýn í áhrif tónlistar á líðan og þrótt fólks, en vísindin áttu eftir að sýna fram á það með rannsóknum löngu seinna. Í Aðalnámskrá grunnskóla 1976 kom námsgreinin tónmennt fyrst á sjónarsviðið. Hún var þar ein skyldunámsgreina, en með tilkomu hennar varð fjölbreytt tónlistariðkun partur af námi barna - til viðbótar við sönginn. Tónmennt hefur síðan þá átt sinn kafla í námskrám landsins. Þegar ný Aðalnámskrá grunnskóla kom út árið 2011 með greinasviði 2013 varð sú breyting þó á að list- og verkgreinar voru allar settar undir sama hatt og síðan þá hefur sameiginleg einkunn verið gefin í þeim við lok grunnskóla. Með þessari breytingu var lítið gert úr mikilvægi og sjálfstæði hverrar þessara ólíku greina. Skólum er enn skylt að kenna list- og verkgreinar en skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hverjar þeirra eru kenndar hverju sinni og hægt er að sleppa alfarið einhverjum þessara greina án þess að svíkjast undan lögbundinni fræðsluskyldu. Ég veit því miður um marga skóla þar sem enginn tónmenntakennsla fer fram. Nýliðun í stéttinni er því miður ekki nógu hröð og því gæti farið svo að tónmenntakennsla muni falla niður í fleiri skólum í náinni framtíð. Þessi þróun veldur mér áhyggjum – ekki vegna nostalgíu heldur vegna þess hve mikla trú ég hef á mætti tónlistar í námi og félagsþroska barna. Ég er þeirrar skoðunar að tónlist sé manninum svo eðlislæg og nauðsynleg að tónmennt eigi að vera skyldunámsgrein í öllum grunnskólum landsins. Afstaða mín byggir bæði á eigin reynslu og skrifum fræðimanna og hér á eftir ætla ég að færa rök fyrir henni. Tónmennt er gott dæmi um líkamsnám (embodied learning) þar sem skilningurinn verður ekki aðeins til í huga barnsins heldur einnig í gegnum hreyfingu, öndun, takt, líkamsstöðu og samhæfingu. Börnin læra ekki aðeins með augunum og eyrunum heldur einnig með höndum og fótum, röddinni og hreyfingunni. Tónmennt er blanda af hugrænni og líkamlegri reynslu sem styður við alhliða þroska barna. Ég hef heyrt einhverja segja að tónmennt taki tíma frá námi í kjarnafögum eins og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Vissulega tekur tónmennt tíma, en hún getur líka veitt kærkomna hvíld frá bóknámi, eins og þá sem lýst er í Lýðmenntun Guðmundar Finnbogasonar. En aukinheldur er tímanum í tónmennt vel varið í að þjálfa hæfni sem kemur að gagni í öllum námsgreinum: athygli, hlustun, einbeitingu, mynsturgreiningu, minni, tungumál og samhæfingu. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef séð börn sem rétt eru farin að stauta sig fram úr orðum, syngja með í samsöng og leggja sig öll við til að fylgjast með söngtextum í samsöngstímum. Þau eru þess alls ómeðvituð hversu mikið nám á sér stað, því þau hafa gaman, en þarna tengja þau saman á öflugan hátt táknmyndir orða og hljóð þeirra. Stærðfræðileg tenging er einnig í tónlist - þar eru mynstur, reglur og rökleg uppbygging, auk þess sem nótnaskrift er tengd almennum brotum. Þá má einnig nota tónlist og sér í lagi tónlistarsköpun barna til að festa betur í sessi vitneskju sem þau hafa aflað sér. Ég þekki það á eigin skinni, því fyrir tíu árum síðan var ég í hóp sem fékk það verkefni að semja rapptexta um Ungverjaland, land sem ég hef aldrei komið til. En frá þessum degi hef ég munað að í höfuðborginni, sem skiptist í tvennt með ánni Danúb, er Búda hlutinn hæðóttur og Pest flatur. Hefði ég ekki tekið þátt í að semja, æfa og flytja þennan litla tóngjörning er ég sannfærð um að ég gæti ekki munað þetta án þess að hafa komið á staðinn. Þannig getur tónmennt stutt við kjarnagreinar svo um munar. Ein rökin sem heyrst hafa gegn tónmenntakennslu er kostnaðurinn. Það er satt að hljóðfæri geta verið dýr, en þeim er líka ætlað að endast árum og jafnvel áratugum saman. Þannig getur sama hljóðfærið nýst ótalmörgum nemendum - jafnvel út alla skólagöngu þeirra. Auðvitað eru einnig til ódýrar eða ókeypis lausnir – eins og heimatilbúin hljóðfæri, líkaminn og röddin sjálf. En mikilvægasti kostnaðarliðurinn, og sá stærsti, er tónmenntakennarinn. Það er hann sem kemur hljóðfærunum í notkun, leiðbeinir nemendum og kveikir neista. Því er stundum haldið fram að öll tónlistarkennsla ætti að vera í umsjón tónlistarskólanna. En staðreyndin er sú að í flestum tónlistarskólum eru langir biðlistar og námið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það hafa ekki allir foreldrar efni á því að senda börnin sín í einkanám í tónlistarskólum. Ef grunnskólinn á að vera það jöfnunartæki sem honum er ætlað, ættu öll börn að fá byrjendakennslu í tónlist þar. Hlutverk grunnskóla ætti að vera að tryggja öllum börnum aðgengi að tónmennt, en þannig mætti veita öllum börnum þá ánægju að vera þátttakendur í tónlist. Tónlist er einnig öflugt verkfæri til inngildingar erlendra nemenda. Börn sem eru nýflutt til landsins geta tekið þátt í taktleikjum og hreyfingu á jafningjagrundvelli frá fyrsta degi. Þau læra mörg hver sönglög á íslensku áður en þau skilja orð í textanum. Með þátttöku sinni í tónlistariðkun finna þau að þau tilheyra hópnum og samfélaginu. Tónlistin tengir börnin saman þó þau tali ólík tungumál og komi úr mismunandi reynsluheimi. Þá vil ég aðeins víkja að þeirri staðreynd að tónmennt er víða aðeins kennd á yngsta stigi og miðstigi. Það heyrir til undantekninga ef tónmennt er kennd sem skyldufag á unglingastigi, en sums staðar fær hún þó tilvist sem valfag. Þetta þykir mér vissri furðu sæta, þar sem tónlist fer einmitt að skipta flesta meiri máli á unglingsárunum um leið og tónlistarsmekkur þeirra fer að mótast meira. Á þessum árum verður hröð breyting á þroska barna, það má segja að verði sprenging, ekki bara í líkamsþroska, heldur einnig vitsmunaþroska. Það er sárt að hugsa til þess að einmitt þegar nemendur eru að verða áhugasamari um tónlist og tilbúnari í flóknari verkefni, eru tónmenntatímarnir teknir af þeim. Þar sem ég þekki til og tónmennt er kennd á unglingastigi, eru nemendur að stofna hljómsveitir, kynnast popptónlistarsögunni, taka þátt í keppnum á vegum félagsmiðstöðva og öðrum hæfileikakeppnum eins og Skrekk og Skjálfta. Þarna eru mörg tækifæri til þroska, sem of margir unglingar eru sviknir um. Tónmennt styrkir börn í námi, líðan og samskiptum. Hún kennir þeim samvinnu, hlustun og ábyrgð. Hún opnar dyr að menningu sem þau eiga rétt á að kynnast. Að mínu mati er það ekki aðeins æskilegt heldur hreinlega réttlátt að tónmennt verði aftur skilgreind sem sjálfstætt skyldufag í grunnskóla. Með því tryggjum við að öll börn – ekki aðeins þau sem eiga efnaða foreldra eða eru heppin með skólahverfi – fái að upplifa þann mátt, gleði og menningarlega arfleifð sem tónlist hefur að geyma. Tónlist er ekki aukaatriði í menntun barna. Hún er nauðsyn. Eins og Nietzche orðaði það: líf án tónlistar væri mistök. Höfundur er tónmenntakennaranemi, leiðbeinandi, kórstjóri og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
„Tónlist gefur alheiminum sál, huganum vængi, ímyndunaraflinu flug og öllu líf.” – Plató Tónlist hefur frá örófi alda verið hluti mannlegrar tilveru og samofin lífi fólks, í öllum menningarheimum, í leik og starfi, sveit og borg, heima og að heiman. Hún eykur gleði, huggar sorg, hvetur til starfa og svo margt fleira. Tónlist hefur varðveitt sögur, sameinað fólk og náð að tjá það sem engin orð geta útskýrt. Standir þú á götu þar sem tónlist ómar er líklegt að þú takir eftir því hvernig vegfarendur breyta ósjálfrátt gönguhraða sínum svo hann falli að takti tónlistarinnar. Tónlist fær mann til að hlusta, bregðast við og tengjast. Svo mikill er máttur hennar. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa staðfest það sem fólk hefur vitað í aldaraðir: tónlist hefur djúpstæð og fjölþætt áhrif á heilann. Fjölmargar heilastöðvar sýna viðbrögð við það eitt að hlusta á tónlist, og áhrifin eru enn meira afgerandi þegar við tökum þátt í tónlistarflutningi eða hreyfum okkur í takt við tónlist. Tilfinninga-, minnis-, tungumála- og hreyfistöðvar heilans virkjast allar saman og allir hlutar heilans taka þátt; hægra heilahvel og það vinstra, heilastofn og litli heili. Þó tónlistin sé án orða skynjum við hana í tungumálasvæðum heilans - það má því segja að tónlist beinlínis tali við okkur. Einnig hafa rannsóknir sýnt að peppandi tónlist geti aukið úthald og bætt súrefnisupptöku á æfingum miðað við að gera sömu æfingar án tónlistar. Tónlist er okkur auk þess í blóð borin eins og tungumálið - börn læra ósjálfrátt að syngja, alveg eins og þau læra ósjálfrátt að tala. Tónlist er sammannlegt fyrirbæri; hún er grundvallarþáttur í þroska og tjáningu manneskjunnar. Þegar skólaskylda var bundin í lög á Íslandi var við samsetningu námsins einkum horft til rits Guðmundar Finnbogasonar Lýðmenntun. Ritið var að kalla má fyrsti vísir að íslenskri námskrá og brautryðjandaverk í menntamálum hérlendis. Þar er heill kafli helgaður söng og segir Guðmundur m.a. frá því hvernig áhrif samsöngur hafði á nemendur sem setið höfðu stúrnir yfir reikningsheftunum; blik kom í augu nemenda, þeir fylltust gleði og að söngnum loknum gátu þeir tekið aftur til við reikningsdæmin af endurnýjuðum krafti. Guðmundur hafði fengið innsýn í áhrif tónlistar á líðan og þrótt fólks, en vísindin áttu eftir að sýna fram á það með rannsóknum löngu seinna. Í Aðalnámskrá grunnskóla 1976 kom námsgreinin tónmennt fyrst á sjónarsviðið. Hún var þar ein skyldunámsgreina, en með tilkomu hennar varð fjölbreytt tónlistariðkun partur af námi barna - til viðbótar við sönginn. Tónmennt hefur síðan þá átt sinn kafla í námskrám landsins. Þegar ný Aðalnámskrá grunnskóla kom út árið 2011 með greinasviði 2013 varð sú breyting þó á að list- og verkgreinar voru allar settar undir sama hatt og síðan þá hefur sameiginleg einkunn verið gefin í þeim við lok grunnskóla. Með þessari breytingu var lítið gert úr mikilvægi og sjálfstæði hverrar þessara ólíku greina. Skólum er enn skylt að kenna list- og verkgreinar en skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hverjar þeirra eru kenndar hverju sinni og hægt er að sleppa alfarið einhverjum þessara greina án þess að svíkjast undan lögbundinni fræðsluskyldu. Ég veit því miður um marga skóla þar sem enginn tónmenntakennsla fer fram. Nýliðun í stéttinni er því miður ekki nógu hröð og því gæti farið svo að tónmenntakennsla muni falla niður í fleiri skólum í náinni framtíð. Þessi þróun veldur mér áhyggjum – ekki vegna nostalgíu heldur vegna þess hve mikla trú ég hef á mætti tónlistar í námi og félagsþroska barna. Ég er þeirrar skoðunar að tónlist sé manninum svo eðlislæg og nauðsynleg að tónmennt eigi að vera skyldunámsgrein í öllum grunnskólum landsins. Afstaða mín byggir bæði á eigin reynslu og skrifum fræðimanna og hér á eftir ætla ég að færa rök fyrir henni. Tónmennt er gott dæmi um líkamsnám (embodied learning) þar sem skilningurinn verður ekki aðeins til í huga barnsins heldur einnig í gegnum hreyfingu, öndun, takt, líkamsstöðu og samhæfingu. Börnin læra ekki aðeins með augunum og eyrunum heldur einnig með höndum og fótum, röddinni og hreyfingunni. Tónmennt er blanda af hugrænni og líkamlegri reynslu sem styður við alhliða þroska barna. Ég hef heyrt einhverja segja að tónmennt taki tíma frá námi í kjarnafögum eins og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Vissulega tekur tónmennt tíma, en hún getur líka veitt kærkomna hvíld frá bóknámi, eins og þá sem lýst er í Lýðmenntun Guðmundar Finnbogasonar. En aukinheldur er tímanum í tónmennt vel varið í að þjálfa hæfni sem kemur að gagni í öllum námsgreinum: athygli, hlustun, einbeitingu, mynsturgreiningu, minni, tungumál og samhæfingu. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef séð börn sem rétt eru farin að stauta sig fram úr orðum, syngja með í samsöng og leggja sig öll við til að fylgjast með söngtextum í samsöngstímum. Þau eru þess alls ómeðvituð hversu mikið nám á sér stað, því þau hafa gaman, en þarna tengja þau saman á öflugan hátt táknmyndir orða og hljóð þeirra. Stærðfræðileg tenging er einnig í tónlist - þar eru mynstur, reglur og rökleg uppbygging, auk þess sem nótnaskrift er tengd almennum brotum. Þá má einnig nota tónlist og sér í lagi tónlistarsköpun barna til að festa betur í sessi vitneskju sem þau hafa aflað sér. Ég þekki það á eigin skinni, því fyrir tíu árum síðan var ég í hóp sem fékk það verkefni að semja rapptexta um Ungverjaland, land sem ég hef aldrei komið til. En frá þessum degi hef ég munað að í höfuðborginni, sem skiptist í tvennt með ánni Danúb, er Búda hlutinn hæðóttur og Pest flatur. Hefði ég ekki tekið þátt í að semja, æfa og flytja þennan litla tóngjörning er ég sannfærð um að ég gæti ekki munað þetta án þess að hafa komið á staðinn. Þannig getur tónmennt stutt við kjarnagreinar svo um munar. Ein rökin sem heyrst hafa gegn tónmenntakennslu er kostnaðurinn. Það er satt að hljóðfæri geta verið dýr, en þeim er líka ætlað að endast árum og jafnvel áratugum saman. Þannig getur sama hljóðfærið nýst ótalmörgum nemendum - jafnvel út alla skólagöngu þeirra. Auðvitað eru einnig til ódýrar eða ókeypis lausnir – eins og heimatilbúin hljóðfæri, líkaminn og röddin sjálf. En mikilvægasti kostnaðarliðurinn, og sá stærsti, er tónmenntakennarinn. Það er hann sem kemur hljóðfærunum í notkun, leiðbeinir nemendum og kveikir neista. Því er stundum haldið fram að öll tónlistarkennsla ætti að vera í umsjón tónlistarskólanna. En staðreyndin er sú að í flestum tónlistarskólum eru langir biðlistar og námið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það hafa ekki allir foreldrar efni á því að senda börnin sín í einkanám í tónlistarskólum. Ef grunnskólinn á að vera það jöfnunartæki sem honum er ætlað, ættu öll börn að fá byrjendakennslu í tónlist þar. Hlutverk grunnskóla ætti að vera að tryggja öllum börnum aðgengi að tónmennt, en þannig mætti veita öllum börnum þá ánægju að vera þátttakendur í tónlist. Tónlist er einnig öflugt verkfæri til inngildingar erlendra nemenda. Börn sem eru nýflutt til landsins geta tekið þátt í taktleikjum og hreyfingu á jafningjagrundvelli frá fyrsta degi. Þau læra mörg hver sönglög á íslensku áður en þau skilja orð í textanum. Með þátttöku sinni í tónlistariðkun finna þau að þau tilheyra hópnum og samfélaginu. Tónlistin tengir börnin saman þó þau tali ólík tungumál og komi úr mismunandi reynsluheimi. Þá vil ég aðeins víkja að þeirri staðreynd að tónmennt er víða aðeins kennd á yngsta stigi og miðstigi. Það heyrir til undantekninga ef tónmennt er kennd sem skyldufag á unglingastigi, en sums staðar fær hún þó tilvist sem valfag. Þetta þykir mér vissri furðu sæta, þar sem tónlist fer einmitt að skipta flesta meiri máli á unglingsárunum um leið og tónlistarsmekkur þeirra fer að mótast meira. Á þessum árum verður hröð breyting á þroska barna, það má segja að verði sprenging, ekki bara í líkamsþroska, heldur einnig vitsmunaþroska. Það er sárt að hugsa til þess að einmitt þegar nemendur eru að verða áhugasamari um tónlist og tilbúnari í flóknari verkefni, eru tónmenntatímarnir teknir af þeim. Þar sem ég þekki til og tónmennt er kennd á unglingastigi, eru nemendur að stofna hljómsveitir, kynnast popptónlistarsögunni, taka þátt í keppnum á vegum félagsmiðstöðva og öðrum hæfileikakeppnum eins og Skrekk og Skjálfta. Þarna eru mörg tækifæri til þroska, sem of margir unglingar eru sviknir um. Tónmennt styrkir börn í námi, líðan og samskiptum. Hún kennir þeim samvinnu, hlustun og ábyrgð. Hún opnar dyr að menningu sem þau eiga rétt á að kynnast. Að mínu mati er það ekki aðeins æskilegt heldur hreinlega réttlátt að tónmennt verði aftur skilgreind sem sjálfstætt skyldufag í grunnskóla. Með því tryggjum við að öll börn – ekki aðeins þau sem eiga efnaða foreldra eða eru heppin með skólahverfi – fái að upplifa þann mátt, gleði og menningarlega arfleifð sem tónlist hefur að geyma. Tónlist er ekki aukaatriði í menntun barna. Hún er nauðsyn. Eins og Nietzche orðaði það: líf án tónlistar væri mistök. Höfundur er tónmenntakennaranemi, leiðbeinandi, kórstjóri og tónlistarmaður.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar