Sport

Júlía og Manuel skautuðu á­fram í úr­slitin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Júlía Sylvía og Manuel hafa náð frábærum árangri á listskautum fyrir Íslands hönd. 
Júlía Sylvía og Manuel hafa náð frábærum árangri á listskautum fyrir Íslands hönd. 

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza kepptu fyrir Íslands hönd og komust áfram í úrslit á Evrópumótinu í skautaíþróttum sem fer fram í Sheffield á Englandi.

Listskautaparið náði besta árangri tímabilsins þegar það fékk 57,45 stig í skylduæfingum, sem dugði fyrir 9. sæti og áframhaldi í úrslit.

Þau keppa svo í frjálsum æfingum á morgun klukkan 20:08.

Þetta er í annað sinn sem parið keppir á Evrópumótinu en árangurinn í dag er þeirra besti á mótinu hingað til.

Hér fyrir neðan má sjá glæsilega frammistöðu Júlíu og Manuel í dag. Skautasambandið fylgir parinu líka vel eftir á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×