Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar 15. janúar 2026 07:33 Börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu eru jafnt flott og klár og önnur að upplagi. Þau búa hins vegar við aðstæður sem þau hafa enga stjórn á eins og fátækt, félagslegar aðstæður, kyn- eða menningarbundin viðhorf og fleira mætti nefna sem getur hamlað þeim í leik og námi. Þau börn og ungmenni þurfa stuðning samhjálparkerfanna okkar – kerfa sem eru byr undir vængina þeirra og gera þeim kleift að breiða þá út og fljúga þegar vel tekst til. Það sama gildir um stuðning við foreldra. Leiðir til að jafna aðstöðu barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í öllum grunnskólum Reykjavíkur og frístundakortið, sem veitir sex til 18 ára börnum og ungmennum 75 þúsund króna styrk til að stunda íþrótta- eða tómstundastarf án tillits til efnahags foreldra þeirra, eru frábærar leiðir til að veita börnum og ungmennum stuðning. Tengiliðar farsældar í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar er líka mikið framfaraskref. Það sama gildir um teymi frístundatengla sem hefur verið sett á stofn. Fyrirmynd þess er tilraunaverkefni úr Breiðholtinu frá árinu 2020 en markmið þess var að ná til barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Fyrirmyndarverkefnið í Breiðholtinu hefur hjálpað börnum og og ungmennum að finna sína réttu hillu. Stuðningurinn hefur einnig náð til foreldra og sérstakur sjóður verið stofnaður til að greiða fyrir kostnað sem fylgir íþrótta- og tómstundastarfi eins og hljóðfæraleiga, kaup íþróttabúninga og þátttaka á íþróttamótum. Það er gleðiefni að það er verið að festa verkefnið í sessi í öllum hverfum borgarinnar. 18% barna og ungmenna nýta ekki frístundastyrk Reykjavíkurborgar – hvað veldur? Á sama tíma og þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað, þá nýttu 3860 börn og ungmenni ekki frístundastyrkinn á síðasta ári eða 18% allra barna og ungmenna í borginni. Það má vera að einhver þeirra hafi ekki áhuga á að stunda íþróttir eða aðrar frístundir en staðreyndin er sú að flest eiga það sameiginlegt að tilheyra efnaminni og jaðarsettum fjölskyldum, t.a.m. af erlendum uppruna eða þar sem foreldrar eiga við veikindi að stríða eða eru í erfiðari aðstöðu. Þess vegna er verið að innleiða vinnulagið úr Breiðholtsverkefninu í öll hverfi borgarinnar. Spurningin er hvort þurfi að gera meira ? Að vera ísbrjótur Þessi spurning brennur á mér vegna þess að ég hef sjálf reynslu af því hversu mikið vægi einföld skref geta haft til að brjóta ísinn fyrir börn í viðkvæmri stöðu frá þeim tíma þegar ég vann við móttöku flóttafólks bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Á sama tíma áttaði ég mig á því að skrefin þarf að festa í sessi með verklagi þannig að öll börn geti fengið jafnan aðgang að ísbrjót þegar þörf krefur. Ísbrjótsdæmið sem ég vil nefna er af dreng sem kom hingað á flótta með móður sinni. Ég fékk að vita að hann væri skráður í íþrótt og það væri búið að borga þátttökugjaldið en hann hefði aldrei mætt. Mitt hlutverk var að kanna málið. Ég spurði strákinn hvort hann vildi stunda íþróttina. Svarið var já. Ég spurði hann ekkert út í það hvers vegna hann hefði ekki farið, heldur hvort hann þekkti leiðina í íþróttahúsið. Hann gerði það. Ég bað hann að fylgja mér þangað. Hann gerði það. Þegar inn var komið spurði ég hvort hann vissi hvert hann ætti að fara. Hann vissi það ekki. Ég benti honum á að tala við manninn í móttöku íþróttahússins. Hann gerði það. Maðurinn benti honum á að fara upp á efri hæð og tala við þjálfarann. Við gengum saman upp stigann og hann fór í sinn fyrsta tíma. Á leiðinni heim eftir tímann spurði ég hvort hann vildi að ég kæmi með næst þegar hann færi. Hann vildi það. Ég sagði þá að næst myndi ég bíða í íþróttahúsinu og hann skyldi koma þangað. Þegar á hólminn var komið, mætti hann ekki. Ég hringdi og hann spurði hikandi: „Á ég að koma?“ Ég svaraði játandi og þá spurði hann hvort væri í lagi að yngri bróðir hans kæmi með? Það var í lagi, sagði ég, og þeir bræður komu hlaupandi á harðaspretti stuttu síðar. Strákurinn fór í sinn annan tíma og bróðirinn með. Eftir það fóru þeir að mæta reglulega, nema þegar veður var vont, enda átti mamma þeirra engan bíl. Ég vil taka það fram að mamma hans var alveg frábær. Talaði ekki íslensku en notaði google translate eins og enginn væri morgundagurinn, var að læra íslensku og fékk síðan vinnu. Hún átti hins vegar erfitt með að veita strákunum sínum stuðning m.a. vegna tungumálahindrana. Þetta er dæmi um það sem þarf að gera til að brjóta ísinn fyrir börn sem geta ekki fengið nægilegan stuðning að heiman. Ég segi „geta ekki“ vegna þess að foreldrar sumra barna og ungmenna eiga einfaldlega erfitt með að veita þeim stuðning, hver svo sem ástæðan er, á meðan stuðningurinn getur skipt sköpum fyrir velferð barnanna í dag og framtíð þeirra á morgun. Oft þarf ekki mikinn (viðbótar) stuðning til að koma hlutunum í farveg. Það þarf hins vegar skipulag í formi verk- og vinnulags. Skipulagða lausnin Borgin gæti tekið höndum saman með þeim sem reka íþrótta- og tómstundastarf til að gera gott kerfi enn betra með því að veita börnum og ungmennum einfaldan stuðning við að brjóta ísinn. Slíkan stuðning þarf hins vegar að skipuleggja, jafnvel með sjálfboðaliðum. Það þarf að búa til verklag og kerfisbundið innleiða það til að tryggja að börn njóti jafnræðis og öryggis. Annars verður stuðningurinn handahófskenndur og of háður frumkvæði einstakra starfsmanna eða annarra sem vilja hjálpa skv. minni reynslu. Það þarf oft ekki mikið til en við sem samfélag þurfum að varða og fara leiðina saman. Það er eina leiðin sem virkar fyrir börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Skimun á vellíðan barna og ungmenna Vellíðan barna og ungmenna er meðal annars markmiðið með þátttöku í íþróttum og öðru tómstundastarfi. Það er hins vegar vanlíðan t.d. kvíði sem getur komið í veg fyrir þátttöku m.a. í skóla. Það er því mikilvægt að skima reglulega fyrir vellíðan í leik- og grunnskóla til að geta gripið til tímanlegra og jafnvel einfaldra aðgerða í þágu velferðar barna. Það væri í anda velsældarhagkerfisins sem Ísland er að innleiða og gengur út á að forgangsraða í þágu velferðar og lífsgæða almennings á breiðum grunni. Höfundur gefur kost á sér í 2.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Forvalið fer fram 24. janúar og rétt til þátttöku hafa öll 16 ára og eldri sem skráð eru í Samfylkinguna í Reykjavík sólarhring fyrir kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu eru jafnt flott og klár og önnur að upplagi. Þau búa hins vegar við aðstæður sem þau hafa enga stjórn á eins og fátækt, félagslegar aðstæður, kyn- eða menningarbundin viðhorf og fleira mætti nefna sem getur hamlað þeim í leik og námi. Þau börn og ungmenni þurfa stuðning samhjálparkerfanna okkar – kerfa sem eru byr undir vængina þeirra og gera þeim kleift að breiða þá út og fljúga þegar vel tekst til. Það sama gildir um stuðning við foreldra. Leiðir til að jafna aðstöðu barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í öllum grunnskólum Reykjavíkur og frístundakortið, sem veitir sex til 18 ára börnum og ungmennum 75 þúsund króna styrk til að stunda íþrótta- eða tómstundastarf án tillits til efnahags foreldra þeirra, eru frábærar leiðir til að veita börnum og ungmennum stuðning. Tengiliðar farsældar í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar er líka mikið framfaraskref. Það sama gildir um teymi frístundatengla sem hefur verið sett á stofn. Fyrirmynd þess er tilraunaverkefni úr Breiðholtinu frá árinu 2020 en markmið þess var að ná til barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Fyrirmyndarverkefnið í Breiðholtinu hefur hjálpað börnum og og ungmennum að finna sína réttu hillu. Stuðningurinn hefur einnig náð til foreldra og sérstakur sjóður verið stofnaður til að greiða fyrir kostnað sem fylgir íþrótta- og tómstundastarfi eins og hljóðfæraleiga, kaup íþróttabúninga og þátttaka á íþróttamótum. Það er gleðiefni að það er verið að festa verkefnið í sessi í öllum hverfum borgarinnar. 18% barna og ungmenna nýta ekki frístundastyrk Reykjavíkurborgar – hvað veldur? Á sama tíma og þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað, þá nýttu 3860 börn og ungmenni ekki frístundastyrkinn á síðasta ári eða 18% allra barna og ungmenna í borginni. Það má vera að einhver þeirra hafi ekki áhuga á að stunda íþróttir eða aðrar frístundir en staðreyndin er sú að flest eiga það sameiginlegt að tilheyra efnaminni og jaðarsettum fjölskyldum, t.a.m. af erlendum uppruna eða þar sem foreldrar eiga við veikindi að stríða eða eru í erfiðari aðstöðu. Þess vegna er verið að innleiða vinnulagið úr Breiðholtsverkefninu í öll hverfi borgarinnar. Spurningin er hvort þurfi að gera meira ? Að vera ísbrjótur Þessi spurning brennur á mér vegna þess að ég hef sjálf reynslu af því hversu mikið vægi einföld skref geta haft til að brjóta ísinn fyrir börn í viðkvæmri stöðu frá þeim tíma þegar ég vann við móttöku flóttafólks bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Á sama tíma áttaði ég mig á því að skrefin þarf að festa í sessi með verklagi þannig að öll börn geti fengið jafnan aðgang að ísbrjót þegar þörf krefur. Ísbrjótsdæmið sem ég vil nefna er af dreng sem kom hingað á flótta með móður sinni. Ég fékk að vita að hann væri skráður í íþrótt og það væri búið að borga þátttökugjaldið en hann hefði aldrei mætt. Mitt hlutverk var að kanna málið. Ég spurði strákinn hvort hann vildi stunda íþróttina. Svarið var já. Ég spurði hann ekkert út í það hvers vegna hann hefði ekki farið, heldur hvort hann þekkti leiðina í íþróttahúsið. Hann gerði það. Ég bað hann að fylgja mér þangað. Hann gerði það. Þegar inn var komið spurði ég hvort hann vissi hvert hann ætti að fara. Hann vissi það ekki. Ég benti honum á að tala við manninn í móttöku íþróttahússins. Hann gerði það. Maðurinn benti honum á að fara upp á efri hæð og tala við þjálfarann. Við gengum saman upp stigann og hann fór í sinn fyrsta tíma. Á leiðinni heim eftir tímann spurði ég hvort hann vildi að ég kæmi með næst þegar hann færi. Hann vildi það. Ég sagði þá að næst myndi ég bíða í íþróttahúsinu og hann skyldi koma þangað. Þegar á hólminn var komið, mætti hann ekki. Ég hringdi og hann spurði hikandi: „Á ég að koma?“ Ég svaraði játandi og þá spurði hann hvort væri í lagi að yngri bróðir hans kæmi með? Það var í lagi, sagði ég, og þeir bræður komu hlaupandi á harðaspretti stuttu síðar. Strákurinn fór í sinn annan tíma og bróðirinn með. Eftir það fóru þeir að mæta reglulega, nema þegar veður var vont, enda átti mamma þeirra engan bíl. Ég vil taka það fram að mamma hans var alveg frábær. Talaði ekki íslensku en notaði google translate eins og enginn væri morgundagurinn, var að læra íslensku og fékk síðan vinnu. Hún átti hins vegar erfitt með að veita strákunum sínum stuðning m.a. vegna tungumálahindrana. Þetta er dæmi um það sem þarf að gera til að brjóta ísinn fyrir börn sem geta ekki fengið nægilegan stuðning að heiman. Ég segi „geta ekki“ vegna þess að foreldrar sumra barna og ungmenna eiga einfaldlega erfitt með að veita þeim stuðning, hver svo sem ástæðan er, á meðan stuðningurinn getur skipt sköpum fyrir velferð barnanna í dag og framtíð þeirra á morgun. Oft þarf ekki mikinn (viðbótar) stuðning til að koma hlutunum í farveg. Það þarf hins vegar skipulag í formi verk- og vinnulags. Skipulagða lausnin Borgin gæti tekið höndum saman með þeim sem reka íþrótta- og tómstundastarf til að gera gott kerfi enn betra með því að veita börnum og ungmennum einfaldan stuðning við að brjóta ísinn. Slíkan stuðning þarf hins vegar að skipuleggja, jafnvel með sjálfboðaliðum. Það þarf að búa til verklag og kerfisbundið innleiða það til að tryggja að börn njóti jafnræðis og öryggis. Annars verður stuðningurinn handahófskenndur og of háður frumkvæði einstakra starfsmanna eða annarra sem vilja hjálpa skv. minni reynslu. Það þarf oft ekki mikið til en við sem samfélag þurfum að varða og fara leiðina saman. Það er eina leiðin sem virkar fyrir börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu. Skimun á vellíðan barna og ungmenna Vellíðan barna og ungmenna er meðal annars markmiðið með þátttöku í íþróttum og öðru tómstundastarfi. Það er hins vegar vanlíðan t.d. kvíði sem getur komið í veg fyrir þátttöku m.a. í skóla. Það er því mikilvægt að skima reglulega fyrir vellíðan í leik- og grunnskóla til að geta gripið til tímanlegra og jafnvel einfaldra aðgerða í þágu velferðar barna. Það væri í anda velsældarhagkerfisins sem Ísland er að innleiða og gengur út á að forgangsraða í þágu velferðar og lífsgæða almennings á breiðum grunni. Höfundur gefur kost á sér í 2.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Forvalið fer fram 24. janúar og rétt til þátttöku hafa öll 16 ára og eldri sem skráð eru í Samfylkinguna í Reykjavík sólarhring fyrir kjördag.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun