Erlent

Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samband Trump og Starmer er sagt gott, þrátt fyrir að fyrrnefndi hafi verið heldur óhress með ákvörðun stjórnvalda í Bretlandi að viðurkenna sjálfstæða Palestínu.
Samband Trump og Starmer er sagt gott, þrátt fyrir að fyrrnefndi hafi verið heldur óhress með ákvörðun stjórnvalda í Bretlandi að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Getty/Suzanne Plunkett

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins.

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun fara fyrir stjórninni, sem er sögð munu verða skipuð ýmsum þjóðarleiðtogum. Til stóð að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, myndi eiga sæti en fallið var frá þeirri hugmynd eftir mótmæli ráðamanna í Mið-Austurlöndum.

Blair er hins vegar sagður munu eiga sæti í framkvæmdastjórn sem einnig mun koma að málum, ásamt ráðgjöfum og samningamönnum Trump, tengdasyninum Jared Kushner og Steve Witkoff.

Samkvæmt Guardian mun Starmer þiggja boðið um sæti í stjórninni, þegar það hefur verið lagt fram formlega. Miðlar vestanhafs segja tilkynningar að vænta um skipan friðarstjórnarinnar, mögulega í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×