Lífið

Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Júnia Lín er komin upp í milljón fylgjendur á Instagram.
Júnia Lín er komin upp í milljón fylgjendur á Instagram. Dominique Froud

Listræni stjórnandinn Júnía Lín hefur slegið í gegn vestanhafs í samstarfsverkefnum hennar með tvíburasystur sinni Laufeyju Lín. 

Það hefur vægast sagt verið magnað að fylgjast með velgengni Laufeyjar og sömuleiðis ótrúlegri sköpunargleði Júníu sem hefur komið að ótal mörgum tónlistarmyndböndum og öðrum skapandi verkefnum tvíburasystur sinnar. 

Afrakstur Júníu hefur vakið mikla athygli og á hún sjálf stóran aðdáandahóp en nýverið komst hún í hinn svokallaða milljónaklúbb á samfélagsmiðlinum Instagram þegar fylgjendahópur hennar náði einni milljón. 

Á TikTok er hún svo með tæplega þrjár milljónir fylgjenda og fer þessi hópur stígvaxandi. 

Júnía ræddi við blaðamann í fyrra þar sem hún hefði aldrei búist við því að batteríið í kringum Laufeyju yrði að fullri vinnu hjá henni. 

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. 

Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ sagði hún meðal annars í viðtalinu við Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.