Skoðun

Opið bréf til fram­bjóð­enda í Reykja­vík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raun­veru­legum að­gerðum

Nichole Leigh Mosty skrifar

Kæru frambjóðendur hjá öllum flokkum sem vilja ræða leikskólamál, sem leikskólastjóri til margra ára og íbúi í Reykjavík bið ég ykkur að sleppa fallegum frösum og ósamræmdum loforðum þegar þið ræðið leikskólamál.

Reykjavík hefur sett sér markmið um að bæta við tæplega 2.000 leikskólapláss á næstu árum, en á síðasta skólaári þurftu 55 af 67 leikskólum að skerða þjónustu eða loka tímabundið vegna mönnunarvanda; um 3.600 börn urðu fyrir áhrifum á 190 skóladögum. Svo er krafa ekki bara um að taka inn fleiri heldur yngri börn. Það krefst fleiri handa vegna aukinna stöðugilda og líka aukinnar sérþekkingar faglærðra leikskólakennara um þroska þarfir ungra barna. Þetta er dagleg raun foreldra, barna og starfsfólks sem þarf á kerfisbundnum úrbótum að halda, ekki meira stökum plástrum eða loforðum.

Samkvæmt tölfræði á heimasíðu Reykjavíkurborgar þann 1. október 2024 var fjöldi stöðugilda í borgarreknum leikskólum 1.753, þar af voru einungis 369 menntaðir leikskólakennarar. Mikilvægt er að þið skiljið það að lágmarksþekking til að starfa í leikskóla er hvergi skilgreind og símenntun erfitt að tryggja. Þetta þýðir að minni hluti starfsfólks er faglærður og er ábyrgt fyrir að tryggja gæði í starfi á gólfinu. Samhliða því þarf leikskólakennarar að þjálfa og kenna meirihluta starfsfólks, sem hefur ekki faglega þekkingu, um leikskólaaðferðir um þroska og menntun barna. Það er gríðarlega mikið álag en sem betur fer eru leikskólakennarar vel menntaðir! Veikindi og starfsmannavelta ásamt innleiðingu styttingar vinnuvikunnar án nægilegrar mönnunar bætir þetta álag enn meira.

Þið sem viljið tala fyrir því að bætt skóla- og leikskólakerfi þurfi einnig af heilandi að tækla húsnæðisvanda sem hefur verið sérstaklega slæmur í Reykjavík í allt of langan tíma. Þetta eru heimatilbúin vandamál sem krefjast markvissra langtímafjárfestinga í gæðum, með gagnsæi og með ábyrgð í forgrunni.

Fjölmargir stjórnendur í Reykjavík hafa deilt áhyggjum vegna faglegs starfs, velferðar barna og starfsfólks. Einnig heyri ég allt of oft um skort á trú á að pólitískir fulltrúar séu að taka áhyggjur þeirra af alvarleika þar sem vandamálin eru grafalvarleg. Upplifunin sé oftast að sjónarmið foreldra um að fá leikskólapláss séu í forgangi. Ef gæði innan veggja leikskóla eru ekki tryggð þá fellur vandi leikskólans yfir á börn og foreldra. Vandinn endur svo aftur á ykkar herðir, þið sem viljið stigið þann skref núna að takast á við ábyrgð um að styðja við umbætur leikskólakerfis Reykjavíkurborgar. Engar töfralausnir eru til staðar en tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um umbætur í náms- og

starfsumhverfi leikskóla hafa veitt mörgum von um að loksins verði gripið inn til að koma alvöru lausnum í framkvæmd.

Sum ykkar vilja tala fyrir jafnréttishlutverki leikskóla sem nær þó lengra en til barna og foreldra. Það er gott þar sem kjörnir fulltrúar eiga að sjá að ávinningur felist í því að tryggja gæði í leikskólum og þar með samfélagslegri fjárfestingu sem skilar margföldu til baka, t.d. að börn nái hærra menntastigi, aukinni atvinnuþátttöku, minni tekjumun og betri lífskjörum. Án leikskóla er stór hópur fólks, sérstaklega konur og jaðarsettir hópar, haldið utan vinnumarkaðar. Aðgengi að leikskólum er því ekki lúxus, heldur forsenda þess að allir geti tekið þátt í atvinnulífi og samfélagi á jafnréttisgrundvelli.

Ég vil hvetja ykkur sem sækist eftir kjörum að hugsa algjörlega utan kassans. Sýnið þið hugrekki og kallið atvinnulífið til samtals, samstarfs og samábyrgðar. Samfélagssáttmáli um leikskólamál hljómar vel. Ef atvinnulífið vill fjármagna uppbyggingu leikskóla er það jákvætt en mikilvægt er að gæta jafnræðis, ekki koma með sér úrræði eingöngu fyrir starfsfólk þeirra. Gott væri að taka eitt smá skref og efla til samstarf við atvinnulífið fyrst og fremst sem leið til að efla gæði og létta álag á leikskólum og foreldrum með því að:

1) Fjárfesta í menntun og fagmennsku - Fyrirtæki í gegnum samfélagssjóði sem mörg hver reka geta styrkt símenntun leikskólakennara og starfsfólks, fjármagnað rannsóknir og þróunarverkefni í leikskólafræðum og tekið þátt í átakssjóðum sem hækka gæði kennslu og starfs. Slíkt samstarf er líka fjárfesting í framtíðarhæfni vinnumarkaðarins og styður langtímamarkmið um aukið hlutfall faglærðra leikskólakennara. „Landsvirkjun í samstarfi við Reykjavíkurborg styrkir 10 starfsmenn leikskóla til náms“ verður ágæt fyrirsögn.

2) Bættar vinnuaðstæður og sveigjanleiki - Samhliða Reykjavíkurborg (sem er nota bené einn stærsti „atvinnurekenda“ og getur sýnt gott fordæmi) getur atvinnulífið litið inn á við og spurt: „Hvernig mætum við betur foreldrum með börn á leikskólaaldri?“ Lykilorðin eru sveigjanlegt vinnufyrirkomulag, raunhæf fjarvinnuúrræði, skilningur þegar börn veikjast eða þjónusta skerðist, og markviss endurkomustefna eftir fæðingarorlof. Í COVID sýndum við að sveigjanleiki og svigrúm virka. Ef haldið verður áfram á þeirri braut getur slíkt fyrirkomulag dregið úr starfsmannaveltu víða, bætt líðan og aukið framleiðni án þess að velta kerfisvandanum yfir á foreldra og börn.

Það verður freistandi í komandi mánuðum að leita skyndilausna og snjallra svara við kjósendum en mikilvægast er að hlusta á þá sem hafa alvöruhagsmuna að gæta, þ.m.t. starfsfólk, foreldra og börn. Við munum halda ykkur ábyrgum fyrir að leysa rót vandans. Ekki gleymi að leikskólinn er fyrsta skólastigið, ekki geymsla eða „visuntarúrræði“. Ef þið ætlið að leiða Reykjavík til bjartrar framtíðar fyrir börn er mikilvægt að þið talið skýrt og af heilandi. Þið þurfið að vera reiðbúin til að taka erfiðar ákvarðanir um að fjárfesta í fagmennsku, stöðugleika og heilnæmu starfsumhverfi. Þið eigið kost á að velja milli leiðar „frasa og frestunar“ eða leiðar „hugrekkis og ábyrgðar“. Börnin, foreldrar og starfsfólkið eiga seinna kosti skilið.

Höfundur er leikskólastjóri og fyrrverandi alþingiskona.




Skoðun

Skoðun

32 dagar

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Sjá meira


×